Fótbolti

Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfja­prófi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yeray Álvarez í leik með Athletic Bilbao á móti Manchester United í undanúrsltum Evrópudeildarinnar.
Yeray Álvarez í leik með Athletic Bilbao á móti Manchester United í undanúrsltum Evrópudeildarinnar. Getty/Maciej Rogowski

Spænski fótboltamaðurinn Yeray Álvarez hafði betur í baráttunni við krabbamein en féll síðan á lyfjaprófi. Þarna er tenging á milli samkvæmt færslu hans á samfélagsmiðlum.

Álvarez er þrítugur og spilar sem miðvörður hjá spænska félaginu Athletic Bilbao. Hann er alinn upp hjá félaginu og hefur verið í aðalliðinu í níu ár.

Álvarez tilkynnti á samfélagmiðlum að hann hefði fallið á lyfjaprófi sem var tekið á undanúrslitaleik Evrópudeildarinnar á móti Manchester United.

„Þetta var rosalegt áfall. Í fullri hreinskilni þá trúði ég því ekki að það væri rétt. Ég hef aldrei tekið inn ólögleg lyf til að bæta mína frammistöðu,“ sagði Yeray Álvarez.

„Ég féll á lyfjaprófinu af því að ég var óaðvitnandi að taka lyf við hármissi sem innihélt ólöglegt efni,“ sagði Álvarez.

„Síðan ég sigraðist á krabbameininu þá hef ég staðið í baráttu við hárlos í nokkur ár. Eftir að hafa skoðað þetta betur þá gátum við sýnt fram á það að fallið á lyfjaprófinu var komið til vegna þess,“ sagði Álvarez.

„Ég vil segja ykkur öllum að ég sé mikið eftir þessu en ég hef fullan stuðning frá félaginu og er að vinna í því að undirbúa mína vörn. Ég vonast til að komast inn á völlinn sem fyrst. Um leið og málið fer sína leið þá mun ég útskýra allt betur,“ sagði Álvarez.

(„…“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×