Viðskipti innlent

Í­búðum í byggingu fækkar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Af þeim íbúðum sem hafa orðið fullbúnar á árinu eru 60 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu.
Af þeim íbúðum sem hafa orðið fullbúnar á árinu eru 60 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Anton Brink

Alls urðu 1.662 íbúðir fullbúnar á fyrri helmingi ársins, sem er álíka mikill fjöldi og á sama tíma í fyrra. Íbú'um í byggingu hefur fækkað, þar sem nýjar framkvæmdir hefjast ekki með sama hraða og þeim sem eru að ljúka.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun en þar segir að byggingaráformum fjölgi verulega á milli mánaða.

Samkvæmt mælaborði íbúða í byggingu eru nú samtals 5.956 íbúðir skráðar í byggingu um allt land. Einnig hafa verið gefin út byggingarleyfi eða skráð samþykkt byggingaráform fyrir 1.206 íbúðir, en framkvæmdir við þær eru ekki hafnar.

Það sem af er ári hefur verið lokið við byggingu á 1.691 íbúð. Á fyrri helmingi ársins var lokið við byggingu á 1.662 íbúðum sem er álíka margar íbúðir og á sama tíma í fyrra.

Af þeim íbúðum sem hafa orðið fullbúnar á árinu eru 60 prósent þeirra á höfuðborgarsvæðinu, 17 prósent á Suðurlandi og um 10 prósent á Suðurnesjum.

Nánar í tilkynningu HMS.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×