Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar 11. júlí 2025 17:00 Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjabær Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Anton Guðmundsson Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum sem mætti kalla hlé frá áföllum, engin þjóðarvá steðjar að. Hvorki eldgos, efnahagshrun né heimsfaraldur setja mark sitt á samfélagið. Sólin rís sem fyrr yfir landi okkar fagra og landsmenn halda áfram sínu daglega lífi. En á hinu háa Alþingi ríkir óhugnanleg þróun,valdníðsla og yfirlæti gagnvart lýðræði, málfrelsi og ekki síst stöðu sveitarfélaganna í landinu. Sérstaklega má benda á hvernig ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins, undir forystu Kristrúnar Frostadóttur hefur sýnt af sér dómgreindarleysi og útilokandi stjórnarhætti sem setja sveitarstjórnarstigið og byggðir landsins í hættu. Það er ekki ofsagt að framtíð margra sjávarbyggða á landsbyggðinni sé nú ógnað. Í 66 ár án tillits til flokks eða stjórnarfars hefur forsætisráðherra landsins borið ábyrgð á því að ná samkomulagi um þinglok með öllum þingflokkum. Nú hefur í fyrsta skipti í 66 ár verið beitt 71. gr. þingskapa, hinu svokallaða „kjarnorkuákvæði“, til að þröngva málum í gegn. Með því hefur ríkisstjórnin í reynd tekið málfrelsi stjórnarandstöðunnar úr sambandi með þeim afleiðingum að lýðræðisleg umræða um grundvallarmál, svo sem fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar og afkomu sjávarbyggða, var þögguð. Hvernig má forsætisráðherra, sem talar fyrir „nýjum vinnubrögðum“, réttlæta slíkt? Hvernig getur ríkisstjórn sem segist tala fyrir jöfnuði, dreifingu valds og uppbyggingu landsbyggðar, beitt þeim aðferðum sem nú hafa verið notaðar sérstaklega gegn sveitarfélögum sem reiða sig á sjávarútveg? Ríkistjórnin missir trúverðugleika og trausts Ríkisstjórnin virðist hafa gleymt því að byggðir landsins ná út fyrir Reykjavík. Þegar sjávarútvegssveitarfélög missa rödd sína í stjórnmálum, þegar ekki er hlustað á sveitarstjórnarfólk, sjómenn eða fyrirtæki sem byggja afkomu sína á sjávarauðlindinni. Umræða um eignarhald aflaheimilda, byggðatengingu og sanngjarnan aðgang að auðlindinni verður að vera opin og lýðræðisleg. Slík umræða má ekki verða fórnarlamb pólitísks hraðskreiðs valdboðs. Samstaða sveitarfélaga þvert á flokka Sjávarútvegssveitarfélögin eru 26 talsins og dreifast vítt og breitt um landið. Þau eru Akranesbær, Akureyrarkaupstaður, Bolungarvíkurkaupstaður, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Fjarðabyggð, Grindavíkurbær, Grundarfjarðarbær, Grýtubakkahreppur, Hörgársveit, Ísafjarðarbær, Langanesbyggð, Múlaþing, Norðurþing, Suðurnesjabær, Snæfellsbær, Strandabyggð, Súðavíkurhreppur, Sveitarfélagið Stykkishólmur, Sveitarfélagið Hornafjörður, Sveitarfélagið Skagafjörður, Sveitarfélagið Skagaströnd, Sveitarfélagið Ölfus, Vestmannaeyjabær, Vesturbyggð og Vopnafjarðarhreppur. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að byggja tilverugrundvöll sinn að stórum hluta á sjávarútvegi. Samtök sjávarútvegssveitarfélaga hafa ítrekað komið afstöðu sinni á framfæri og beint hvatningu til Alþingis um að tekið sé tillit til þeirra athugasemda. Þessar áhyggjur hafa þau komið á framfæri við atvinnuvegaráðherra, forsætisráðherra, fjármálaráðherra, atvinnuveganefnd og þingmenn. Ítrekað hafa samtökin hvatt þessa aðila til þess að hafa hagsmuni almennings í viðkomandi sveitarfélögum að leiðarljósi þegar unnið er að breytingum á löggjöf sem snertir sjávarútveg. Samtökin leggja áherslu á að það sé hagur allra að gögn og greiningar, sem styðja við mat á áhrifum frumvarpsins á afkomu fyrirtækja og sveitarfélaga, séu aðgengileg og að öllum vinnubrögðum sé hagað með vönduðum hætti. Ljóst er að tillögur um hækkun veiðigjalda ná ekki aðeins til stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, heldur munu þær einnig hafa áhrif á hundruð annarra fyrirtækja innan íslensks sjávarútvegs, þar á meðal einyrkja og á lítil fjölskyldufyrirtæki. Samtökin telja verulegar líkur á því að slík hækkun leiði til aukinnar samþjöppunar í greininni og að fiskvinnsla leggist af í ákveðnum byggðarlögum. Því telja þau nauðsynlegt að unnið sé ítarlegt áhrifamat. Með því geti hagaðilar, eins og sveitarfélög sem byggja afkomu sína að verulegu leyti á sjávarútvegi, metið bæði bein og óbein áhrif frumvarpsins. Þetta felur meðal annars í sér áhrif á útsvarstekjur, tekjur tengdar hafnarstarfsemi, stoðgreinum og nýsköpun. Í Suðurnesjabæ eru fiskveiðar og fiskvinnsla gríðarlega mikilvægar atvinnugreinar þær vega um 14% í útsvarsstofni bæjarins samkvæmt greiningu KPMG. Þar fyrir utan eru fjölmörg störf og þjónusta sem byggjast beint eða óbeint á sjávarútvegi. Þetta skiptir samfélagið hér miklu máli. Við gagnrýndum harðlega að þegar frumvarpið var kynnt voru engar greiningar á áhrifum þess á sveitarfélög lagðar fram af hálfu ríkisins,þvert á það sem lögin kveða á um. Í 129. grein sveitarstjórnarlaga segir skýrt að slík áhrif þurfi að liggja fyrir þegar frumvörp eru lögð fram sem snerta hagsmuni sveitarfélaga. Full samstaða um gagnrýni á ríkisstjórnina í Suðurnesjabæ Við í Framsókn tökum undir að auðlindir í þjóðareigu eigi að vera nýttar á sanngjarnan hátt og að rétt sé að greiða fyrir afnot af þeim. Hins vegar má ekki gleyma því að sjávarútvegur er burðarstoð í atvinnulífi margra bæjarfélaga víðs vegar um landið og þess vegna er mikilvægt að vanda til slíkra löggjafar með samtali við sveitarfélögin í landinu. Það lýsir alvarleika málsins þegar allir sveitarstjórnarmenn í Suðurnesjabæ – frá Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki, Samfylkingu og Bæjarlistanum – gagnrýndu áform ríkisstjórnarinnar á bæjarstjórnarfundi í apríl. Nú síðast ítrekaði bæjarráð áhyggjur sínar í júlí – þvert á alla flokka. Ábyrgð ríkistjórnarinnar í þessu máli er mikil, og ég óttast að afleiðingar þess kunni að hafa ófyrirséð áhrif á sjávarútvegssveitarfélög landsins Oddviti Framsóknarflokksins í Suðurnesjabæ.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun