Innlent

Fimm hand­teknir eftir að skoti var hleypt af

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd af vettvangi í gærkvöldi.
Mynd af vettvangi í gærkvöldi.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fimm manns eftir að hleypt var af skotvopni í hótelherbergi í Reykjavík.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir að skotvopnið hafi verið haldlagt og að málið sé í rannsókn. Frekari upplýsingar koma ekki fram í dagbókinni.

Rétt eftir miðnætti var greint frá því á Vísi að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði lokað af Tryggvagötu. Aðgerðinni mun hafa lokið þegar maður var leiddur út í járnum út af hótelinu Svörtu perlunni.


Veistu meira um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.


Fréttastofu barst síðan þetta myndband af sérsveitinni leiða mann út í járnum með handklæði yfir höfðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×