Körfubolti

Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eftir leikinn í Grikklandi í dag.
Eftir leikinn í Grikklandi í dag.

Íslenska U20 ára liðið í körfubolta hóf leik á EuroBasket í Grikklandi í morgun en því miður keyrðu strákarnir okkar á vegg í fyrsta leik.

Þeir mættu Serbum og það var á brattann að sækja strax frá upphafi. Liðið var 20 stigum undir í hálfleik, 52-32, og tapaði að lokum með fjórtán stiga mun, 90-76.

Seinni hálfleikur var hálfgert formsatriði og sigur Serbanna var aldrei í hættu. Okkar menn gáfu þó allt fram að síðustu sekúndu.

Valsmaðurinn Karl Kristján Sigurðsson var yfirburðamaður í íslenska liðinu en hann skoraði 25 stig í leiknum. Friðrik Leó Curtis var næstur með 17 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×