Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. júlí 2025 21:27 Grínistinn Rosie O'Donnell og Donald Trump hafa reglulega átt í orðaskaki undanfarin ár. Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist íhuga alvarlega að afturkalla ríkisborgararétt Rosie O'Donnell, grínista og sjónvarpskonu, eftir að hún gagnrýndi niðurskurð Bandaríkjastjórnar á veðurstofum í tengslum við banvæn flóð í Texas í júlí. Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Reuters fjallar um yfirlýsingar Trump sem birtust á samfélagsmiðli hans, Truth Social. Skeytasendingarnar eru aðeins nýjasta viðbótin í áralöngum deilum milli Trump og O'Donnell. „Vegna þeirrar staðreyndar að Rosie O'Donnell er ekki í þágu okkar frábæra lands er ég að íhuga það alvarlega að svipta hana ríkisborgararétti,“ skrifaði Trump í færslunni. „Hún er ógn við mannkynið og ætti að vera áfram í hinu undursamlega landi Írlandi, ef þeir vilja hana. GUÐ BLESSI AMERÍKU!“ skrifaði hann jafnframt. Flutti til Írlands þegar Trump tók við Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að svipta bandarískan ríkisborgara ríkisborgararétti sé hann fæddur í Bandaríkjunum. O'Donnell, sem er fædd í New York-ríki, flutti til Írlands með tólf ára son sinn fyrr á árinu eftir að Trump tók við sem forseti. O'Donnell sagði í TikTok-myndbandi í mars að hún myndi snúa aftur til Bandaríkjanna „þegar það er öruggt fyrir alla íbúa að búa við jafnrétti í Bandaríkjunum“. O'Donnell og Trump hafa reglulega lent í orðaskaki undanfarin tuttugu ár, hún reglulega gagnrýnt hann og hann hæðst að henni. Deilur þeirra má rekja aftur til 2006 þegar O'Donnell gagnrýndi Trump vegna yfirlýsinga hans í tengslum við fegurðarsamkeppnina Ungfrú Bandaríkin sem hann átti. Nýjustu skot Trump virðast vera svar við TikTok-myndbandi sem O'Donnell birti fyrr í þessum mánuði þar sem hún syrgði þá 119 sem létust í flóðum í Texas 4. júlí og sagði niðurskurði Trump valda því að veðurstofur ættu erfiðara með að spá fyrir um náttúruhamfarir. „Þvílík hryllingssaga í Texas,“ sagði O'Donnell í myndbandinu. „Og vitiði þegar forseti sker niður öll varúðarkerfi og veðurspártæki ríkisstjórnarinnar þá eru þetta niðurstöðurnar sem við munum sjá dags daglega.“ „Reyndu það bara“ Rosie O'Donnell svaraði færslu Trump í dag með nokkrum færslum á Instagram og hringrásarfærslum (e. story). Ein færslan inniheldur mynd af Trump með Jeffrey Epstein, sem lést í fangaklefa sínum árið 2019 eftir að hafa verið handtekinn vegna gruns um umfangsmikið mansal á eyju sinni. Dómsmálaráðuneyti og alríkislögregla Bandaríkjanna birtu minnisblað á mánudaginn þar sem áréttað var að ekki væri til neinn listi yfir viðskiptavini kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein og að hann hefði fallið fyrir eigin hendi. Trump var talinn vera á þessu lista. View this post on Instagram A post shared by Rosie O’Donnell (@rosie) Við færsluna skrifaði O'Donnell að hún væri allt sem Trump óttaðist: hávær, hinsegin kona, móðir sem segði sannleikann og Bandaríkjamaður sem hefði yfirgefið landið sem hann kveikti í. „Átján árum síðar og ég bý enn leigulaust í þessum rotnandi heila þínum,“ skrifaði hún í færslunni. „Þú ert allt sem er að í Bandaríkjunum og ég er allt sem þú hatar við það sem er enn rétt í því. Viltu svipta mig ríkisborgararétti? Reyndu það bara, Jeffrey konungur með tangerínutansprey,“ skrifaði hún einnig. Tvær myndanna sem O'Donnell deildi í hringrás sinni á Instagram.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira