Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Agnar Már Másson skrifa 15. júlí 2025 20:48 Ökumaður krossara spændi upp móann við Nesjavallaleið. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir landvörður. Samsett Mynd Landvörður telur utanvegaakstur daglegt brauð í Reykjanesfólkvangi og sökudólgana í flestum tilfellum Íslendinga. Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“ Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Myndband af ökumanni á mótorkrosshjóli aka utan vegar við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu vakti mikla athygli þegar það var birt í gær. Leiðsögumaðurinn Teitur Þorkelsson birti myndbandið á Facebook, þar sem hann sagðist hafa séð tvo menn, hvor á sínum krossara, keyra utan vegar í móa skammt frá Hellisheiðarvirkjun. Skráningarnúmer hafi vantað á ökutækin. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi. „Ég sé alla vega ummerki um þennan akstur og við stöndum nú ofan á ummerkjum um mótorhjól sem hafa verið keyrð utan vegar,“ segir Ásta Kristín Davíðsdóttir landvörður. „Ég held að þetta sé daglegt meðan færð leyfir,“ bætir hún við en Ásta segir fólk keyra utan vega á mótorhjólum, buggybílum, fjórhjólum og jeppum í bland. Mótorhjólamennirnir fari oft lengra og meira en aðrir. „Þetta er ofsalega sorglegt,“ segir Ásta, „þetta er náttúra sem skiptir okkur miklu máli og við fundum það í Covid og fleiri tímum sem við þurftum mikið á henni að halda og vera úti að hún er ekki eitthvað sem við eigum endalaust af. Við verðum að fara vel með það sem við eigum af því.“ Myndband birtist í fjölmiðlum árið 2018 þar sem sjá má ökumann bíls spóla um í mosanum. Á Instagram-síðunni Ekki aka utan vega á Íslandi takk má sjá myndir af sama svæði sem teknar voru í haust og vetur. Enn má sjá hjólförin í mosanum sjö árum síðar. „Þetta hefur mikil áhrif á náttúruna. Það eru gríðarlegar skemmdir að eitthvað hjól sé að tæta upp grónar brekkur. Þetta á ekki að eiga sér stað.“ Algengast er að Íslendingar eða fólk búsett hér á landi gerist sekt um utanvegaakstur, ekki síst á hálendinu þar sem fólk þarf að vera á upphækkuðum jeppum með hærra loftinntaki. Heldurðu að fólkið viti að þetta megi ekki? „Þessi lög eru frá 1970 og eitthvað,“ svarar Ásta. „Ég efast um að fólkið sem þetta gerir hafi fengið próf fyrir þann tíma.“
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira