Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. júlí 2025 10:23 Engar fregnir hafa borist af því að til standi að koma til móts víð íbúa vegna vöruskemmunnar við Álfabakka 2. Og nú eru framkvæmdir hafnar við göngustíga þétt upp við svalir íbúa. Vísir/Vilhelm Ingi Þór Hafsteinsson, íbúi í Árskógum, segir íbúa vera búna að standa í stappi við Reykjavíkurborg allt frá því þeir fluttu inn. Fyrst var það frágangur við húsið, svo göngustígur og að lokum „græna gímaldið“ svokallaða. Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til. Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Nú eru aftur hafnar framkvæmdir við göngustíg, sem Ingi Þór segir liggja í minna en metra fjarlægð frá svölunum hjá sér. „Í reglum segir að þeir eigi að hafa samráð við íbúa varðandi allar svona framkvæmdir í nærumhverfinu en það var ekkert haft samráð við okkur. Það mættu bara vinnuvélar einn morguninn í síðust viku og byrjuðu.“ Ingi Þór setti sig í framhaldinu í samband við borgina og fékk að lokum teikningar, sem hann segir sýna steyptan vegg fyrir framan tvær íbúðir, upp við og upp fyrir gluggana. „Þannig að blessað fólkið sem býr þarna í endaíbúðinni og ætlar að njóta þess að sitja þarna úti á svölum hjá sér, það horfir bara á Berlínarmúrinn,“ segir Ingi Þór. „Svalirnar hjá okkur eru allar yfirbyggðar, mjög huggulegar svalir, og fólk notar þær mikil til að setjast út og njóta.“ Ingi Þór segir íbúa hafa átt fund með verkefnastjóra, sem hafi gengið vel. Menn hafi tekið jákvætt í þeirra tillögur. „En svo snýst allt á annan endann og það á bara að halda áfram sömu vitleysunni,“ bætir hann við. „Að reisa þennan vegg og malbika hérna göngustíg. Tillögur okkar voru að leggja bara gras hérna fyrir framan en þá kom í ljós að það á að vera hægt að keyra hérna inn á þetta, neyðarbílar.“ Spurður að því hvernig stemningin sé meðal íbúa eftir allt sem á undan er gengið er Ingi Þór ekki lengi að svara. „Mórallinn er bara ömurlegur,“ segir hann. „Og maður nær kannski tveimur, þremur tímum á nóttunni útaf þessu.“ Ingi Þór segist nú bíða og sjá hvað verður; hvort mótmæli sem íbúar efndu til í gær skila einhverju. Hann segist þó hóflega bjartsýnn miðað við hvernig komið hafi verið fram við íbúana hingað til.
Bítið Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent