„Þetta var bara byrjunin“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 16. júlí 2025 15:45 Fjölmenn mótmæli voru haldin vegna ákvörðunar UEFA um að banna Crystal Palace að taka þátt í Evrópudeildinni. Sebastian Frej/Getty Images Mörg hundruð Crystal Palace stuðningsmenn efndu til kröfugöngu og mótmæltu ákvörðun UEFA um að banna félaginu að taka þátt í Evrópudeildinni í vetur. Forsvarsmaður mótmælanna segir þau bara rétt að byrja. UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins. Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
UEFA, evrópska knattspyrnusambandið, ákvað síðasta föstudag að færa Crystal Palace niður úr Evrópudeildinni í Sambandsdeildina. Vegna þess að félagið er undir sama eignarhaldi og franska félagið Lyon, sem endurheimti sitt sæti í Evrópudeildinni. Stuðningsmenn Crystal Palace efndu til mótmæla í gær og kröfðust þess að UEFA endurskoðaði ákvörðunina. Mótmælin voru skipulögð af Holmesdale Fanatics stuðningsmannahópnum og nokkur hundruð manna mættu. „Ég held að við getum snúið ákvörðuninni. Jafnvel þó við getum það ekki verðum við að koma skilaboðunum á framfæri því í þessum heimi eru sumir hlutir réttir og sumir rangir. Þetta er rangt“ sagði Micky Grafton, talsmaður stuðningsmannahópsins, við The Athletic sem fjallaði um mótmælin. Töluverður fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan Selhurst Park, heimavöll Crystal Palace. Yui Mok/PA Images via Getty Images „Kvöldið í kvöld er enginn endastöð, þetta var bara byrjunin. Við munum halda mótmælum áfram og stefnum á að senda strákana til Nyon [í Sviss, þar sem höfuðstöðvar UEFA eru]“ sagði hann einnig. Framkvæmdastjórinn hvatti til mótmæla Steve Parish, framkvæmdastjóri Crystal Palace, fannst ákvörðun UEFA fáránlega og hvatti stuðningsmenn félagsins til friðsamlegra mótmæla síðasta föstudag, í viðtali við Sky Sports. „UEFA: Siðferðislega gjaldþrota. Afturkallið ákvörðunina núna“Sebastian Frej/Getty Images Framkvæmdastjórinn skildi hreinlega ekkert í þessu og sagði UEFA vera að dæma Crystal Palace niður um deild út af smáatriðum sem skipta engu máli. Forsendurnar fyrir ákvörðuninni væru brostnar, vegna þess að John Textor væri búinn að selja hlut sinn í félaginu og hefði því ekkert með Crystal Palace að gera þegar Evrópudeildin hefst í haust. Sem er sannarlega rétt, Woody Johnson hefur keypt hlut John Textor og samþykki fékkst nýlega fyrir sölunni, hún verður frágengin á næstu dögum. UEFA dæmir hins vegar út frá því að félögin tvö, Crystal Palace og Lyon, voru undir sama eignarhaldi þegar fresturinn til að skila skjölum fyrir næsta tímabil rann út, þann 1. mars. Palace reyndi á þeim tíma að sýna fram á að John Textor færi ekki með stjórnarvöld, þó hann væri eigandi, en UEFA sannfærðist ekki. Crystal Palace mun áfrýja ákvörðun UEFA til alþjóða íþróttadómstólsins.
Evrópudeild UEFA UEFA Sambandsdeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti Sigvaldi kallaður inn í íslenska hópinn Handbolti EHF svarar Degi: Viðurkenna að Ísland og Króatía glími við erfiðari aðstæður Handbolti Króatar brjálaðir og Dagur sagður sniðganga fjölmiðlaviðburð Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit Sport Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti Íslenska sérsveitin verður á pöllunum annað kvöld Sport Fleiri fréttir Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Tókst bara að jafna gegn tíu mönnum í toppslagnum Sjá meira
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti
Dagur brjálaður á blaðamannafundi: Króatía eins og frosinn kjúklingur í skyndibitakeðju EHF Handbolti