Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar 16. júlí 2025 13:32 Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Hótel á Íslandi Mest lesið Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég heiti Dagmar Valsdóttir og ég er eigandi að Grindavík Guesthouse, litlu fjölskyldureknu gistihúsi í hjarta Grindavíkur. Síðustu mánuðir (jafnvel ár) hafa verið erfiðir, en aldrei hefði ég trúað því hversu mikið álag og óvissa getur fylgt því að reka ferðaþjónustu í skugga náttúruváar. Við höfum verið svo heppin að fá gesti sem þrátt fyrir yfirvofandi hættu hafa treyst okkur og komið í heimsókn. Margir hafa sagt að það sé einmitt mikilvægt að styðja við svona lítil fyrirtæki á erfiðum tímum. En eins og staðan er núna þá get ég ekki þagað lengur. Aðeins í gær, degi fyrir núverandi eldgos, var staðfest af sérfræðingum að ekki væri yfirvofandi hætta á gosi fyrr en í haust, jafnvel síðar.Rétt fyrir hálf tvö í nótt, var ég enn vakandi þegar viðvörunarflautur tóku að heyrast. Í fyrstu trúði ég því ekki, enda hafði ekkert í umræðunni bent til þess að gos væri að hefjast. Ég hafði sagt gestum okkar að hættumatið væri á gulu stigi og því ekki ástæða til að óttast. Dagmar og fjölskylda hennar. Við vorum að rýma gistihúsið klukkan hálf tvö um nótt. Einn gestanna var í sturtu og heyrði ekki í viðvörunarkerfinu. Sem betur fer tóku allir gestirnir þessu með ótrúlegum æðruleysi og skilningi. Þeir voru svo hlýir og skilningsríkir að það kom mér virkilega við. Ég skrifa þessa grein til að varpa ljósi á hvernig raunveruleikinn lítur út fyrir okkur sem stöndum í rekstri í Grindavík. Yfirvöld hafa ítrekað lofað úrræðum og aðstoð, en í raun hefur lítið sem ekkert borist. Okkur var boðið að sækja um lán sem reyndist svo ekki í boði hjá bankanum. Við heyrðum að fjármögnun væri á leiðinni fyrir þá sem vildu þróa reksturinn sinn áfram, en ekkert kom. Fyrir rétt tæpum mánuði fengum við loksins leyfi til að sækja um styrk frá Uppbyggingarsjóði. Ég hef síðustu daga unnið að umsókn til að breyta hluta af húsnæðinu okkar í kaffihús og handverkshús "Volcano Café" , stað þar sem bæði gestir og heimamenn geta komi saman. Ef mér tekst að fá styrk verður hann einungis til að standa straum af markaðsefni og hugsanlega hluta af launakostnaði í stuttan tíma. Allt hitt eins og smíði, pípulagnir og innviðir þarf ég að fjármagna sjálf. Það eru peningar sem við höfum ekki. Grindavík Guesthouse Það er ólýsanlega erfitt að sitja uppi á þessum tímum með þá ábyrgð að reyna að bjarga rekstri, búa til viðskiptaáætlun frá grunni, og vona að einhverjar tvær milljónir komi í hús ef allt gengur upp. Það sem við þurfum er raunveruleg hjálp, ekki tómt orðagjálfur. Þrátt fyrir ítrekuð erindi hef ég fengið engin svör frá byggingafulltrúa varðandi leyfisumsóknir. Grindavíkurbær virðist ekki taka vel í tillögur okkar um að breyta rekstrinum, þó að ríkið hvetji okkur til að leita lausna. Ég spyr hvernig á ég að leita lausna þegar enginn svarar? Við hjónin höfum alltaf sett gestina í forgang, verið varkár og ábyrg í okkar rekstri. Við opnuðum bókanir aftur eftir síðasta gos og ákváðum að halda aftur af okkur, sem þýddi að við náðum ekki að fylla sumarið eins og margir aðrir. Nú höfum við aftur fengið fjölda afbókana og framtíðin virðist óvissari en nokkru sinni fyrr. Ég er skapandi og úrræðagóð manneskja og ég veit að við getum skapað eitthvað einstakt hér í Grindavík. En ég get ekki gert það ein. Við þurfum aðstoð, raunverulega og skjótvirka aðstoð, áður en það verður um seinan. Getur einhver sagt mér hvað við eigum að gera? Höfundur er eigandi Grindavík Guesthouse.
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun