Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. júlí 2025 12:39 Þjófar kunna örugglega ýmis ráð til að fylgjast með ferðum fólks og tannstönglatrixið er eitt þeirra. Vísir „Nágrannavarsla er albesta vörnin,“ segir Heimir Ríkarðsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um góð ráð sem fólk getur gripið til þegar farið er að heiman í lengri tíma. Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum. Lögreglumál Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Heimir staðfesti í samtali við Bítið á Bylgjunni í morgun að lögregla hafi heyrt af svokölluðu tannstönglatrixi en frá því hefur verið greint á samfélagsmiðlum að fólk hafi séð tannstöngla á milli stafs og útihurðar, sem þjófar koma fyrir til að fylgjast með því hvort hurðin sé hreyfð. Þjófurinn setur tannstöngulinn sumsé á sinn stað og fylgist svo með því hvort hann sé þar enn næstu daga. Ef svo er, má draga þá ályktun að hurðin hafi ekki verið opnuð og fólk því þannig ekki heima. Lögregluyfirvöld erlendis hafa varað við aðferðinni í að minnsta kosti nokkur ár en einnig má finna frásagnir af því að tannstönglar hafi verið settir í skráargöt í sama tilgangi. „Það eru ýmis ráð,“ segir Heimir, svona til viðbótar að læsa auðvitað. „Nágrannavarslan er klárlega ein af bestu forvörnunum.“ Það sé um að gera að láta nágrannana vita að maður sé að fara, biðja þá um að fylgjast með og jafnvel leggja bílnum sínum í stæðið hjá sér og setja rusl í tunnurnar. Heimir segir lögreglu oft berast tilkynningar um grunsamlegar mannaferðir, þar sem menn séu jafnvel að taka myndir af húsum. „Og eru svona að keyra um hverfin og virðast vera að kanna aðstæður.“ Öryggismyndavélar, til að mynda við dyrabjölluna, séu eitt sem fæli frá. Spurður að því hvort ekki væri hægt að deila upplýsingum um grunsamlegar mannaferðir bendir Heimir á að menn verði að stíga varlega til jarðar, því að sjálfsögðu geti verið um að ræða blásaklaust fólk í einhverjum erindagjörðum.
Lögreglumál Bítið Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Fleiri fréttir Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent