Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2025 15:18 Lars Lagerbäck hefur starfað sem sérfræðingur í sænsku sjónvarpi síðan að hann hætti að þjálfa. Getty/Michael Campanella Lars Lagerbäck kom sænska landsliðsþjálfaranum Peter Gerhardsson til varnar eftir að sænska kvennalandsliðið missti niður tveggja marka forystu í átta liða úrslitunum á móti Englandi í gærkvöldi. Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira
Sænska liðið komst í 2-0 í leiknum en fékk á sig tvö mörk á lokamínútum leiksins. Í vítakeppninni fékk sænska landsliðið nokkur tækifæri til að tryggja sig áfram en þær klúðruðu alls fimm vítaspyrnum. England vann vítakeppnina 3-2 og komst í undanúrslitin. „Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta, fyrir að klikka á vítaspyrnu í vítakeppni,“ sagði Lars Lagerbäck, fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. Lagerbäck lenti í því sama þegar hann þjálfaði sænska karlalandsliðið með Tommy Söderberg á EM 2004. Sænska landsliðið tapaði þá í vítakeppni á móti Hollendingum eftir að Zlatan Ibrahimovic og Olof Mellberg klikkuðu báðir á sínum vítaspyrnum. Í gær voru það Filippa Angeldahl, Magdalena Eriksson, Jennifer Falk, Sofia Jakobsson og Smilla Holmberg sem tókst ekki að skora úr sínum vítaspyrnum. „Vanalega í fótboltaliði þá er enginn tekinn af lífi vegna þess að þeir klikkuðu á víti. Það þekkja allir þessa tilfinningu. Ef eitthvað er sagt á þessum tímapunkti þá er það eitthvað jákvætt,“ sagði Lagerbäck. „Við reynum að styðja við bakið á þeim sem finnst þau hafa brugðist öllum,“ sagði Lagerbäck. „Þetta mun samt án efa svíða. Ég veit það í gengum þá sem klikkuðu á víti á EM í Portúgla (EM 2004). Þetta mun herja á þær lengi,“ sagði Lagerbäck. Sænska goðsögnin Lotta Schelin gagnrýndi það að átján ára stelpa hafi verið látin taka víti þegar fjórar munu reyndari áttu eftir að taka víti. Hennar víti réði á endanum úrslitum því enska liðið var búið að vinna um leið og hún skaut yfir. Smilla Holmberg er aðeins átján ára gömul og að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. „Það mikilvægasta hér er að hún fái stuðning frá liðsfélögum sínum, bæði leikmönnum og starfsmönnum. Mér fannst hún fá það,“ sagði Lagerbäck. „Það var betra fyrir hana að hún var ekki sú eina sem klikkaði. Margir af reynslumestu leikmönnum liðsins klikkuðu líka,“ sagði Lagerbäck. Lagerbäck er ekki á því að landsliðsþjálfarinn hafi átt að gera eitthvað öðruvísi þegar kom að skiptingum eða vali á vítaskyttum. „Utan frá séð þá fannst mér hann gera þetta rétt,“ sagði Lagerbäck.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Enski boltinn Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sjá meira