Golf

Scheffler með örugga for­ystu fyrir loka­daginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Scottie Scheffler er mað fjögurra högga forystu fyrir lokadag Opna breska meistaramótsins.
Scottie Scheffler er mað fjögurra högga forystu fyrir lokadag Opna breska meistaramótsins. Christian Petersen/Getty Images

Bandaríkjamaðurinn Scottie Scheffler er með fjögurra högga forystu fyrir lokadag Opna breska meistaramótsins í golfi.

Þriðja og næst síðasta degi mótsins lauk rétt fyrir klukkan sjö og varð lítil breyting á efstu mönnum. Scheffler lék hring dagsins á 67 höggum, eða fjórum höggum undir pari, og er því samtals á 14 höggum undir pari.

Kínverjinn Haotong Li er í öðru sæti, en hann er fjórum höggum á eftir Scheffler.

Af efstu mönnum er Norður-Írinn Rory McIlroy hins vegar hástökkvari dagsins. Hann lék hringinn í dag á fimm höggum undir pari og stökk upp um átta sæti, úr tólfta og upp í það fjórða þar sem hann er jafn Chris Gotterup. 

McIlroy og Gotterup hafa leikið samtals á átta höggum undir pari og eru aðeins einu höggi á eftir Matt Fitzpatrick sem situr í þriðja sæti.

Lokadagurinn fer svo fram á morgun og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport 4. Útsending hefst strax klukkan átta í fyrramálið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×