Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 20. júlí 2025 08:00 Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa fulltrúar ríkisstjórnar Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins keppst við að mála upp mynd af Alþingi sem fórnarlambi minnihlutans. Því er haldið fram að mikilvæg „þjóðþrifamál“ hafi verið „fórnað á altari útgerðanna“ og annarra sérhagsmuna. Þessi málflutningur er í besta falli barnalegur og í versta falli óheiðarleg tilraun til að varpa ábyrgð eigin forgangsröðunar yfir á aðra. Staðreyndin er sú að það er alltaf ríkisstjórn hverju sinni sem ber ábyrgð á dagskrá þingsins. Þessi ríkisstjórn, sem kennir sig við frjálslyndi og framfarir, kaus að setja hefðbundnar vinstri-lausnir í forgang: skattahækkanir á almenning og atvinnulíf. Það er kaldhæðnislegt að einn af stjórnarflokkunum, sem gekk til kosninga undir slagorðinu „Fólkið fyrst, svo allt hitt“, skuli nú setja skattana í forgang á kostnað þeirra loforða sem gefin voru um að styrkja innviði og einfalda líf fólksins í landinu. Og hagræðingin sem gleymdist? Jú, ríkisstjórnin skipaði hóp sem skilaði ítarlegum tillögum. Hvað varð um þær? Þær söfnuðu ryki á meðan ríkisstjórnin einbeitti sér að umdeildum málum sem þjóna litlum tilgangi fyrir heildina. Á meðan er forgangsröðunin með ólíkindum. Ekkert gerist í að auka orkuframleiðslu til að tryggja samkeppnishæfni Íslands. Uppbygging húsnæðis, sem náði sögulegu hámarki í tíð síðustu ríkisstjórnar, er nú í frjálsu falli. Ríkisstjórnin lofaði hátíðlega að „berja niður“ vextina en gerir ekkert í húsnæðismálum, sem er þó eitt öflugasta vopnið gegn verðbólgu. Með þessu aðgerðaleysi er hún ekki aðeins að svíkja gefin loforð, heldur er hún að búa til gríðarlega „snjóhengju“ á húsnæðismarkaði. Þegar vextir loksins lækka mun þessi uppsafnaða þörf losna úr læðingi og húsnæðisverð rjúka upp með tilheyrandi verðbólguskoti. Þetta er ekki bara stefnuleysi, þetta er óábyrg efnahagsstjórn. Í óvissu heimi, þar sem efnahagslegur stöðugleiki er mikilvægari en nokkru sinni fyrr, er það grundvallarskylda stjórnvalda að tryggja stöðuna hér heima. Samt virðist þessi ríkisstjórn hafa ótakmarkaðan tíma og fjármuni í erlend gæluverkefni. Milljörðum er varið í stríðsrekstur í Úkraínu og ráðherrar ganga á milli funda í Brussel til að þóknast Evrópusambandinu, allt án umboðs frá Alþingi. Heimsókn forseta framkvæmdastjórnar ESB er svo nýjasta dæmið um þessa röngu forgangsröðun. Á sama tíma og ríkisstjórnin þaggaði niður í lýðræðislegri umræðu heima fyrir með „fallöxi“ stjórnarskrárinnar, virðist hún hafa verið að kaupa sér frið til að undirbúa aðildarviðræður við ESB í kyrrþey. Þessi ríkisstjórn virðist hafa glatað áttum, týnd í dægurmálum og alþjóðlegri sviðsetningu á meðan kjarnamálin eru látin reka á reiðanum. Það er kominn tími til að stjórnvöld axli ábyrgð, snúi sér að raunverulegum vandamálum fólksins í landinu og hætti að kenna öðrum um eigin afglöp. Ábyrgðin er og verður alltaf þeirra sem fara með valdið. Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun