„Heppinn að fá að lifa drauminn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júlí 2025 23:17 Scottie Scheffler fagnaði sínum fjórða risatitli í dag. Andrew Redington/Getty Images Eftir að hafa tryggt sér sigur á Opna breska meistaramótinu í golfi sagði bandaríski kylfingurinn Scottie Scheffler að honum finnist hann heppinn að fá að lifa drauminn sinn. Scheffler vann öruggan sigur á Opna breska í dag og tryggði sér þar með sinn fjórða risatitil á ferlinum. Fyrir mótið var hins vegar fjallað um það að Scheffler hefði talað um að hann sæi ekki alveg tilganginn með að vinna golfmót. Það myndi veita honum ánægju í nokkrar mínútur, en að þetta væri ekki fullnægjandi líf. Hann hefur nú gert lítið úr þessum ummælum sínum. „Ég held að við lifum á þannig tímum að fólk er alltaf að leita að smellubeitum og það er hægt að stytta fimm mínútna klippu niður í þrjú orð. Mér finnst þetta gera lítið úr því sem ég var að reyna að segja,“ sagði Scheffler eftir sigurinn í dag. „Þegar allt kemur til alls þá er ég ótrúlega þakklátur fyrir þessi augnablik. Ég hef lagt á mig mikla vinnu alla mína ævi til að verða góður í þessari íþrótt. Það er eitt af því sem veitir mér mikla gleði að fá að keppa hérna.“ „Að ná að vinna Opna breska á Portrush er tilfinning sem er erfitt að lýsa.“ „Þegar ég var krakki að alast upp í Texas langaði mig alltaf að spila golf sem atvinnumaður. Ég veit ekki af hverju ég er svo heppinn að fá að lifa drauminn. Það er eitthvað sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“ „Að ná árangri í lífinu, hvort sem það er í vinnunni eða í golfi, er ekki fullnægjandi þegar kemur að þínum dýpstu hjartarótum. Þetta er góð tilfinning og ég get ekki beðið eftir því að fara heim og fagna þessu með fólkinu sem hefur hjálpað mér að ná svona langt. Það er bara erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem hafa ekki upplifað þetta. Þó að þú vinnir golfmót þá þýðir það ekki endilega að þú sért hamingjusamur. Lífið býður upp á meira en bara að spila golf. En ég er spenntur að fagna þessum sigri,“ sagði Scheffler að lokum. Opna breska Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Scheffler vann öruggan sigur á Opna breska í dag og tryggði sér þar með sinn fjórða risatitil á ferlinum. Fyrir mótið var hins vegar fjallað um það að Scheffler hefði talað um að hann sæi ekki alveg tilganginn með að vinna golfmót. Það myndi veita honum ánægju í nokkrar mínútur, en að þetta væri ekki fullnægjandi líf. Hann hefur nú gert lítið úr þessum ummælum sínum. „Ég held að við lifum á þannig tímum að fólk er alltaf að leita að smellubeitum og það er hægt að stytta fimm mínútna klippu niður í þrjú orð. Mér finnst þetta gera lítið úr því sem ég var að reyna að segja,“ sagði Scheffler eftir sigurinn í dag. „Þegar allt kemur til alls þá er ég ótrúlega þakklátur fyrir þessi augnablik. Ég hef lagt á mig mikla vinnu alla mína ævi til að verða góður í þessari íþrótt. Það er eitt af því sem veitir mér mikla gleði að fá að keppa hérna.“ „Að ná að vinna Opna breska á Portrush er tilfinning sem er erfitt að lýsa.“ „Þegar ég var krakki að alast upp í Texas langaði mig alltaf að spila golf sem atvinnumaður. Ég veit ekki af hverju ég er svo heppinn að fá að lifa drauminn. Það er eitthvað sem ég er virkilega þakklátur fyrir.“ „Að ná árangri í lífinu, hvort sem það er í vinnunni eða í golfi, er ekki fullnægjandi þegar kemur að þínum dýpstu hjartarótum. Þetta er góð tilfinning og ég get ekki beðið eftir því að fara heim og fagna þessu með fólkinu sem hefur hjálpað mér að ná svona langt. Það er bara erfitt að útskýra þetta fyrir þeim sem hafa ekki upplifað þetta. Þó að þú vinnir golfmót þá þýðir það ekki endilega að þú sért hamingjusamur. Lífið býður upp á meira en bara að spila golf. En ég er spenntur að fagna þessum sigri,“ sagði Scheffler að lokum.
Opna breska Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira