Körfubolti

Frá Skaga­firði á Akra­nes

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Friðrik Hrafn handsalar samninginn.
Friðrik Hrafn handsalar samninginn. ÍA

Nýliðar ÍA í Bónus deild karla í körfubolta eru að safna liði, bæði innan vallar sem utan, fyrir komandi verkefni. Friðrik Hrafn Jóhannsson hefur samið við Skagamenn og mun vera hluti af þjálfarateymi félagsins á komandi leiktíð.

Friðrik Hrafn var aðstoðarþjálfari Tindastóls í Bónus deild karla ásamt því að hafa verið í þjálfarateymi U-15, U-16, og U-18 landsliðs Íslands.

Á Akranesi mun Friðrik Hrafn vera aðstoðarþjálfari liðsins í Bónus deildinni ásamt því að þjálfa yngri flokka sem og vera verkefnastjóri félagsins.

ÍA greindi frá á samfélagsmiðlum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×