Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar 21. júlí 2025 21:59 Ertu búin(n) að prófa gervigreindina en fékkst ekki alveg þau svör sem þú bjóst við? Margir hafa kynnst ChatGPT, Gemini eða öðrum snjöllum gervigreindum, en lenda í því að fá loðin eða ónákvæm svör. En hvað ef ég segði þér að vandamálið liggur mögulega í því hvernig þú spyrð? Lykillinn er að vita hvernig maður talar við gervigreind og notar svokallað „prompt“, einfalda beiðni eða fyrirmæli, sem skilar þér miklu betri svörun. Hvað er „prompt“ og af hverju er það mikilvægt? Prompt er einfaldlega leiðbeiningarnar sem þú gefur gervigreindinni áður en hún byrjar að svara. Þessu má líkja við það þegar þú pantar mat á veitingastað; því skýrari sem pöntunin er, því líklegra er að rétturinn verði nákvæmlega eins og þú óskaðir þér. Ef þú segir til dæmis „mig langar í eitthvað gott,“ þá færðu mögulega ekki það sem þig langaði í. Hins vegar ef þú segir „mig langar í steik medium rare, með bearnaise sósu og frönskum“ þá færðu nákvæmlega það sem þú óskaðir þér. Sama regla gildir þegar þú notar gervigreind, skýrleiki skilar árangri. Skref fyrir skref leiðbeiningar Hér er einföld leið til að nýta sér gervigreind á skilvirkari hátt með hagnýtum leiðbeiningum sem allir geta notað: Hver á gervigreindin að vera? (Settu henni hlutverk) Þetta hjálpar gervigreindinni að skilja hvernig hún á að haga sér og svara. Dæmi: „Þú ert ferðaráðgjafi með mikla reynslu af Spáni.“ „Þú ert næringarfræðingur sem gefur holl og einföld ráð.“ Fyrir hvern eru upplýsingarnar? (Skýrðu markhópinn) Skilgreindu hverjum svörin eiga að gagnast. Dæmi: „Útskýrðu þetta fyrir byrjendum sem kunna lítið á tölvur.“ „Gefðu ráð sem henta foreldrum með ung börn.“ Hvað viltu ná fram? (Vertu skýr með markmið) Segðu skýrt frá því hvað þú vilt fá út úr samtalinu. Dæmi: „Ég vil lista yfir þrjá staði sem henta vel fyrir fjölskyldufrí á Spáni.“ „Ég vil ráð til að borða hollara án þess að elda flókinn mat.“ Settu fram skýrar leiðbeiningar (Nákvæm verkefni) Vertu mjög skýr með hvað þú vilt að gervigreindin geri nákvæmlega. Dæmi: „Gefðu mér lista með nafni staðar, lýsingu og kostum og göllum hvers staðar.“ „Gefðu mér fimm einfaldar uppskriftir sem taka minna en 15 mínútur að undirbúa.“ Veldu framsetninguna (Hvernig viltu fá svarið?) Skýrðu hvernig svarið á að líta út. Dæmi: „Gefðu mér punktalista með stuttum lýsingum.“ „Gefðu mér greinargóða útskýringu með dæmum.“ Dæmi um fullkomlega uppsett „prompt“ Hér er dæmi sem sýnir hvernig þú getur sett saman skýrt og einfalt prompt sem allir geta notað. Prófaðu að setja þetta beint inn í gervigreindina þína og sjáðu muninn! Hlutverk: Þú ert vinsæll matreiðslubloggari. Markhópur: Fólk með lítinn tíma til að elda. Markmið: Bjóða upp á þrjár uppskriftir sem eru einfaldar, hollar og taka innan við 20 mínútur að undirbúa. Verkefni: Lýstu hverri uppskrift með innihaldsefnum og einföldum leiðbeiningum. Form: Punktalisti með stuttum lýsingum. Þetta einfaldar alla vinnu og skilar nákvæmlega því sem þú ert að leita að. Einföld aðferð, stór munur Með því að tileinka þér þessa einföldu aðferð geturðu gjörbreytt því hvernig þú notar gervigreind í daglegu lífi. Hvort sem þú ert að leita að einföldum uppskriftum, góðum ráðum fyrir ferðalög eða bara að læra eitthvað nýtt, mun vel skrifað „prompt“ skila þér skýrari, nákvæmari og gagnlegri svörum. Prófaðu þetta í dag, og þú munt strax finna muninn! Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björgmundur Örn Guðmundsson Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Ertu búin(n) að prófa gervigreindina en fékkst ekki alveg þau svör sem þú bjóst við? Margir hafa kynnst ChatGPT, Gemini eða öðrum snjöllum gervigreindum, en lenda í því að fá loðin eða ónákvæm svör. En hvað ef ég segði þér að vandamálið liggur mögulega í því hvernig þú spyrð? Lykillinn er að vita hvernig maður talar við gervigreind og notar svokallað „prompt“, einfalda beiðni eða fyrirmæli, sem skilar þér miklu betri svörun. Hvað er „prompt“ og af hverju er það mikilvægt? Prompt er einfaldlega leiðbeiningarnar sem þú gefur gervigreindinni áður en hún byrjar að svara. Þessu má líkja við það þegar þú pantar mat á veitingastað; því skýrari sem pöntunin er, því líklegra er að rétturinn verði nákvæmlega eins og þú óskaðir þér. Ef þú segir til dæmis „mig langar í eitthvað gott,“ þá færðu mögulega ekki það sem þig langaði í. Hins vegar ef þú segir „mig langar í steik medium rare, með bearnaise sósu og frönskum“ þá færðu nákvæmlega það sem þú óskaðir þér. Sama regla gildir þegar þú notar gervigreind, skýrleiki skilar árangri. Skref fyrir skref leiðbeiningar Hér er einföld leið til að nýta sér gervigreind á skilvirkari hátt með hagnýtum leiðbeiningum sem allir geta notað: Hver á gervigreindin að vera? (Settu henni hlutverk) Þetta hjálpar gervigreindinni að skilja hvernig hún á að haga sér og svara. Dæmi: „Þú ert ferðaráðgjafi með mikla reynslu af Spáni.“ „Þú ert næringarfræðingur sem gefur holl og einföld ráð.“ Fyrir hvern eru upplýsingarnar? (Skýrðu markhópinn) Skilgreindu hverjum svörin eiga að gagnast. Dæmi: „Útskýrðu þetta fyrir byrjendum sem kunna lítið á tölvur.“ „Gefðu ráð sem henta foreldrum með ung börn.“ Hvað viltu ná fram? (Vertu skýr með markmið) Segðu skýrt frá því hvað þú vilt fá út úr samtalinu. Dæmi: „Ég vil lista yfir þrjá staði sem henta vel fyrir fjölskyldufrí á Spáni.“ „Ég vil ráð til að borða hollara án þess að elda flókinn mat.“ Settu fram skýrar leiðbeiningar (Nákvæm verkefni) Vertu mjög skýr með hvað þú vilt að gervigreindin geri nákvæmlega. Dæmi: „Gefðu mér lista með nafni staðar, lýsingu og kostum og göllum hvers staðar.“ „Gefðu mér fimm einfaldar uppskriftir sem taka minna en 15 mínútur að undirbúa.“ Veldu framsetninguna (Hvernig viltu fá svarið?) Skýrðu hvernig svarið á að líta út. Dæmi: „Gefðu mér punktalista með stuttum lýsingum.“ „Gefðu mér greinargóða útskýringu með dæmum.“ Dæmi um fullkomlega uppsett „prompt“ Hér er dæmi sem sýnir hvernig þú getur sett saman skýrt og einfalt prompt sem allir geta notað. Prófaðu að setja þetta beint inn í gervigreindina þína og sjáðu muninn! Hlutverk: Þú ert vinsæll matreiðslubloggari. Markhópur: Fólk með lítinn tíma til að elda. Markmið: Bjóða upp á þrjár uppskriftir sem eru einfaldar, hollar og taka innan við 20 mínútur að undirbúa. Verkefni: Lýstu hverri uppskrift með innihaldsefnum og einföldum leiðbeiningum. Form: Punktalisti með stuttum lýsingum. Þetta einfaldar alla vinnu og skilar nákvæmlega því sem þú ert að leita að. Einföld aðferð, stór munur Með því að tileinka þér þessa einföldu aðferð geturðu gjörbreytt því hvernig þú notar gervigreind í daglegu lífi. Hvort sem þú ert að leita að einföldum uppskriftum, góðum ráðum fyrir ferðalög eða bara að læra eitthvað nýtt, mun vel skrifað „prompt“ skila þér skýrari, nákvæmari og gagnlegri svörum. Prófaðu þetta í dag, og þú munt strax finna muninn! Höfundur er ráðgjafi í nýsköpun og gervigreind.
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar