Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 08:49 Laugavegur er gönguleið milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Vísir/Vilhelm Ísland er leiðandi á sviði ferðamennsku á alþjóðasviðinu og hefur á undanförnum árum laðað að sér gífurlegan fjölda ferðamanna. Laugavegur, ein vinsælasta gönguleið hálendisins, er farin að líða fyrir vinsældirnar vegna margmennis og á í hættu á að „deyja úr velgengni.“ Þetta er niðurstaða rannsóknar þriggja fræðimanna á sviði útivistar og íþrótta við spænska háskólann Valencia Catholic University Saint Vincent Martyr sem ber heitið „Að deyja úr velgengni: Ferðamenn eða göngumenn á íslensku gönguleiðinni Laugavegi,“ og Ríkisútvarpið vakti athygli á. Rannsóknin byggir á viðtölum við átján sérfræðinga á sviði íslenskrar ferðaþjónustu og íslenskrar náttúru. „Laugavegur er auglýstur sem villtur og friðsæll staður þar sem hægt er að njóta einveru og vera í nánum tengslum við náttúruna. Hátt þjónustustig, auðveldar samgöngur og vinsældir leiðarinnar hafa gert það að verkum að fjöldi ferðamanna hefur margfaldast undanfarin ár.“ Sagt er að hinn mikli fjöldi ferðamanna sé farinn að valda óánægju meðal þeirra sem sækja í einveru, ævintýri og návist við náttúruna. Lagt er til að þjónustustig á gönguleiðinni verði lækkað til að stemma stigu við margmenninu, og beina hinum almenna ferðamanni annað. Skýrsluhöfundar segja yfirvöld þurfa að fara taka ákvörðun um hvort áfram eigi að markaðssetja Laugaveginn sem einstaka náttúruupplifun með takmarkaðri þjónustu eða sem áfangastað fyrir fjöldaferðamennsku, þar sem fólk deilir náttúrunni með fleirum. Höfundar telja að skynsamlegast væri að lækka þjónustustig svo Laugavegurinn haldist sem einstök náttúruupplifun fyrir reyndara göngufólk. Sagt er að þeir sem sæki í slíkar göngur hafi lágan þröskuld fyrir margmenni og of mikilli þjónustu. Ferðaþjónusta Rangárþing eystra Fjallamennska Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Þetta er niðurstaða rannsóknar þriggja fræðimanna á sviði útivistar og íþrótta við spænska háskólann Valencia Catholic University Saint Vincent Martyr sem ber heitið „Að deyja úr velgengni: Ferðamenn eða göngumenn á íslensku gönguleiðinni Laugavegi,“ og Ríkisútvarpið vakti athygli á. Rannsóknin byggir á viðtölum við átján sérfræðinga á sviði íslenskrar ferðaþjónustu og íslenskrar náttúru. „Laugavegur er auglýstur sem villtur og friðsæll staður þar sem hægt er að njóta einveru og vera í nánum tengslum við náttúruna. Hátt þjónustustig, auðveldar samgöngur og vinsældir leiðarinnar hafa gert það að verkum að fjöldi ferðamanna hefur margfaldast undanfarin ár.“ Sagt er að hinn mikli fjöldi ferðamanna sé farinn að valda óánægju meðal þeirra sem sækja í einveru, ævintýri og návist við náttúruna. Lagt er til að þjónustustig á gönguleiðinni verði lækkað til að stemma stigu við margmenninu, og beina hinum almenna ferðamanni annað. Skýrsluhöfundar segja yfirvöld þurfa að fara taka ákvörðun um hvort áfram eigi að markaðssetja Laugaveginn sem einstaka náttúruupplifun með takmarkaðri þjónustu eða sem áfangastað fyrir fjöldaferðamennsku, þar sem fólk deilir náttúrunni með fleirum. Höfundar telja að skynsamlegast væri að lækka þjónustustig svo Laugavegurinn haldist sem einstök náttúruupplifun fyrir reyndara göngufólk. Sagt er að þeir sem sæki í slíkar göngur hafi lágan þröskuld fyrir margmenni og of mikilli þjónustu.
Ferðaþjónusta Rangárþing eystra Fjallamennska Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Anna ljósa fallin frá Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira