Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:00 Halla Bergþóra Björnsdóttir er lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“ Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og hefur mynd af mönnunum í miðbæ Reykjavíkur merktum Skildi Íslands og járnkrossi vakið athygli á samfélagsmiðlum. Lögregla segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að um varhugaverða þróun sé að ræða. Það geti endað með ósköpum þegar hópar gangi í störf lögreglu, eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru lögbroti. Margrét Valdimarsdóttir afbrotafræðingur segir stofnun hópsins sýna að útlendingaandúð hafi aukist. „Og þetta er eitthvað sem við hefðum búist við að myndi gerast. Af því að hér hefur orðið mjög hraður vöxtur innflytjenda á síðustu árum og hraður vöxtur hælisleitenda, þannig íslenskt samfélag hefur breyst mikið á stuttum tíma og þetta er mynstur sem við þekkjum frá öðrum löndum.“ Margrét Valdimarsdóttir er sammála áliti lögreglunnar um að athæfi Skjaldar Íslands geti endað með ósköpum.Vísir Hún segist ekki eiga von á því að hópurinn muni veita mörgum öryggistilfinningu í miðbæ Reykjavíkur. Á sama tíma séu áhyggjur af auknu ofbeldi hér á landi skiljanlegar. „En þá er samt mikilvægt að átta sig á því að í raun og veru er besta leiðin til að draga úr ofbeldi í íslensku samfélagi að til dæmis bara auka fjármagn í menntakerfið, geðheilbrigðismál, í löggæslu. Af því að kynferðisbrot eða annað ofbeldi hafa verið hluti af okkar samfélagi alltaf og löngu áður en hælisleitendum eða múslímum fór að fjölga hér.“ Fólki sé frjálst að mótmæla stefnu stjórnvalda í útlendingamálum eða löggæslumálum en athæfi Skjaldar sé ekki til þess fallið að auka öryggi fólks. „En ég held að þetta sé eitthvað dæmi sem sé ekki að fara að enda vel.“
Lögreglumál Innflytjendamál Leigubílar Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56