Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júlí 2025 12:15 Sundið nemur 34 kílómetrum og er ein vinsælasta þrekraun reyndra sundkappa heims. Vísir/Samsett Sigurgeir Svanbergsson lærði að synda skriðsund á YouTube fyrir fáeinum árum en syndir Ermarsundið í fyrramálið. Hann hefur verið veðurtepptur í Dover undanfarna daga en hann hefur aðeins vikuglugga til að klára þrekvirkið. Fréttastofa sló á þráðinn til hans á hóteli í Dover en enn blæs hann aðeins of mikið til að láta vaða. Veðrið hefur leikið hann grátt undanfarna daga þó það teldist mikil blíða á Íslandi. Á morgun eru horfur fyrir logn, loksins, og Sigurgeir stefnir á að synda til Frakklands klukkan sjö í fyrramálið að staðartíma, sex að íslenskum. Kveðst ekki vera mikill sundmaður Sigurgeir Svanbergsson er 35 ára og búsettur á Eskifirði. Hann hefur ekki verið sjósundskappi ýkja lengi og raunar segist hann sjálfur ekki líta á sig sem mikinn sundmann. Með sundinu safnar hann fyrir Píetasamtökin og er markmiðið að vekja athygli á starfsemi Píeta og að safna heitum til húsnæðiskaupa fyrir samtökin. Hvernig getur það verið að maður sem syndir þvert yfir Ermarsund í fyrramálið kveðst ekki vera mikill sundmaður? „Ég er búinn að taka svolítið af sundum við Íslandsstrendur en fyrsta sundið sem ég tók þá kunni ég ekki einu sinni að synda skriðsund. Það var árið 2021,“ segir Sigurgeir þar sem hann snæddi hádegisverð á hótelinu sem hann dvelur á í Dover. Sigurgeir stefnir að því að ná til Frakklandsstrandar seint annað kvöld.Vísir/Hjalti Dagurinn í dag er hvíldardagur að hans sögn en allt er til reiðu fyrir morgundaginn. Hann segir hann blaðamanni frá grettistökum hinn auðmjúkasti. „Svo langaði mig að synda frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands og þá var mér bent á að ég þyrfti að kunna skriðsund vegna straumanna þar. Þannig að ég fór á YouTube og lærði grunnatriðin. Ég hélt ég væri orðinn svaka skriðsundsmaður og djöflaðist þarna yfir frá Vestmannaeyjum. Þá heyrði gamall félagi minn í mér og sagði að þetta hefði verið flott en að ég hefði gert allt vitlaust hvað tækni varðar,“ segir Sigurgeir. Þrumuveður setti strik í reikninginn Sigurgeir hefur beðið í þrjú ár eftir að fá að leggja í hann en það er talsverð eftirspurn sumar hvert eftir Ermarsundsferðum. Hann segist hafa reynt að koma sér að upp á eigin spýtur en að það hafi ekki gengið eftir óskum. Það var þá sem hann hafði samband við Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda ein yfir Ermarsundið, sem aðstoðaði hann við undirbúninginn. Hann hefur aðallega synt við Íslandsstrendur en nú leggur hann upp í stærstu áskorun sína hingað til.Aðsend Þegar undirbúningnum loks lauk og allt var til reiðu tók þó biðin við. Sigurgeir kom til Englands sextánda júlí og til stóð að leggja af stað til Frakklands sunnudaginn síðasta. Þá var hins vegar þrumuveður yfir sundinu. Það stefndi mögulega í að hann þyrfti að hætta við sundið enda fá sundkappar aðeins vikuglugga hvert sumar til að láta vaða en á morgun á loks að lægja. Því er ekki eftir neinu að bíða. „Ég er búinn að stilla mig inn á tuttugu klukkutíma en það er aukaatriði fyrir mér. Ég ætla að komast yfir, það er aðalmálið,“ segir Sigurgeir. Hesthúsar grjónagraut á leiðinni Sjálft sundið er ansi fábreytilegt. Það felst bara í taki á eftir taki þangað til áfangastað er náð. Hann eltir lítið skip sem sér honum jafnvel fyrir mat. Hann segist ætla að taka sér fimmtán sekúndna pásur frá sundinu til að hesthúsa hitaeiningum í formi eins konar grjónagrauts. Hann miðar að því að ná að Frakklandsströndum um miðja nótt og því verður kolniðamyrkur. Sigurgeir segir það ekki hræða sig, hitt þó heldur. Sigurgeir er tiltölulegur græningi í sjósundinu.Aðsend „Ég held meira að segja að það sé örlítið auðveldara í myrkri. Því að þegar maður sér ströndina hinum megin er það svo mikil blekking. Maður heldur að maður sé að nálgast en maður á kannski fleiri kílómetra eftir,“ segir hann. Líkt og fyrr segir safnar Sigurgeir heitum fyrir Píetasamtökin á meðan sundinu stendur og jafnframt verður hægt að fylgjast með sundinu í beinni á síðu hans á Instagram Til hvers að sigla? Hægt er að heita á Sigurgeir með því að smella hér. Sund Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Fréttastofa sló á þráðinn til hans á hóteli í Dover en enn blæs hann aðeins of mikið til að láta vaða. Veðrið hefur leikið hann grátt undanfarna daga þó það teldist mikil blíða á Íslandi. Á morgun eru horfur fyrir logn, loksins, og Sigurgeir stefnir á að synda til Frakklands klukkan sjö í fyrramálið að staðartíma, sex að íslenskum. Kveðst ekki vera mikill sundmaður Sigurgeir Svanbergsson er 35 ára og búsettur á Eskifirði. Hann hefur ekki verið sjósundskappi ýkja lengi og raunar segist hann sjálfur ekki líta á sig sem mikinn sundmann. Með sundinu safnar hann fyrir Píetasamtökin og er markmiðið að vekja athygli á starfsemi Píeta og að safna heitum til húsnæðiskaupa fyrir samtökin. Hvernig getur það verið að maður sem syndir þvert yfir Ermarsund í fyrramálið kveðst ekki vera mikill sundmaður? „Ég er búinn að taka svolítið af sundum við Íslandsstrendur en fyrsta sundið sem ég tók þá kunni ég ekki einu sinni að synda skriðsund. Það var árið 2021,“ segir Sigurgeir þar sem hann snæddi hádegisverð á hótelinu sem hann dvelur á í Dover. Sigurgeir stefnir að því að ná til Frakklandsstrandar seint annað kvöld.Vísir/Hjalti Dagurinn í dag er hvíldardagur að hans sögn en allt er til reiðu fyrir morgundaginn. Hann segir hann blaðamanni frá grettistökum hinn auðmjúkasti. „Svo langaði mig að synda frá Vestmannaeyjum til Landeyjasands og þá var mér bent á að ég þyrfti að kunna skriðsund vegna straumanna þar. Þannig að ég fór á YouTube og lærði grunnatriðin. Ég hélt ég væri orðinn svaka skriðsundsmaður og djöflaðist þarna yfir frá Vestmannaeyjum. Þá heyrði gamall félagi minn í mér og sagði að þetta hefði verið flott en að ég hefði gert allt vitlaust hvað tækni varðar,“ segir Sigurgeir. Þrumuveður setti strik í reikninginn Sigurgeir hefur beðið í þrjú ár eftir að fá að leggja í hann en það er talsverð eftirspurn sumar hvert eftir Ermarsundsferðum. Hann segist hafa reynt að koma sér að upp á eigin spýtur en að það hafi ekki gengið eftir óskum. Það var þá sem hann hafði samband við Sigrúnu Þuríði Geirsdóttur, fyrstu íslensku konuna til að synda ein yfir Ermarsundið, sem aðstoðaði hann við undirbúninginn. Hann hefur aðallega synt við Íslandsstrendur en nú leggur hann upp í stærstu áskorun sína hingað til.Aðsend Þegar undirbúningnum loks lauk og allt var til reiðu tók þó biðin við. Sigurgeir kom til Englands sextánda júlí og til stóð að leggja af stað til Frakklands sunnudaginn síðasta. Þá var hins vegar þrumuveður yfir sundinu. Það stefndi mögulega í að hann þyrfti að hætta við sundið enda fá sundkappar aðeins vikuglugga hvert sumar til að láta vaða en á morgun á loks að lægja. Því er ekki eftir neinu að bíða. „Ég er búinn að stilla mig inn á tuttugu klukkutíma en það er aukaatriði fyrir mér. Ég ætla að komast yfir, það er aðalmálið,“ segir Sigurgeir. Hesthúsar grjónagraut á leiðinni Sjálft sundið er ansi fábreytilegt. Það felst bara í taki á eftir taki þangað til áfangastað er náð. Hann eltir lítið skip sem sér honum jafnvel fyrir mat. Hann segist ætla að taka sér fimmtán sekúndna pásur frá sundinu til að hesthúsa hitaeiningum í formi eins konar grjónagrauts. Hann miðar að því að ná að Frakklandsströndum um miðja nótt og því verður kolniðamyrkur. Sigurgeir segir það ekki hræða sig, hitt þó heldur. Sigurgeir er tiltölulegur græningi í sjósundinu.Aðsend „Ég held meira að segja að það sé örlítið auðveldara í myrkri. Því að þegar maður sér ströndina hinum megin er það svo mikil blekking. Maður heldur að maður sé að nálgast en maður á kannski fleiri kílómetra eftir,“ segir hann. Líkt og fyrr segir safnar Sigurgeir heitum fyrir Píetasamtökin á meðan sundinu stendur og jafnframt verður hægt að fylgjast með sundinu í beinni á síðu hans á Instagram Til hvers að sigla? Hægt er að heita á Sigurgeir með því að smella hér.
Sund Sjósund Íslendingar erlendis Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira