„Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 22. júlí 2025 19:01 Unnar segir lögreglu fylgjast vel með leigubílamarkaðnum. Lögregla biðlar til almennings um að blanda sér ekki í mál lögreglu og treysta henni til þess að sinna sínum verkefnum. Tilefnið er hópur manna sem kennir sig við Skjöld Íslands sem segir yfirvöld sýna andvaraleysi þegar kemur að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“ Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Greint var frá því í gær að hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafi tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda vegna hælisleitendamála og leigubílamarkaðarins og héldu þeir einkennisklæddir í eftirlitsgöngu um miðbæ Reykjavíkur á föstudagskvöld. Samnefndur Facebook hópur telur um 1200 meðlimi og er einn stjórnenda hópsins Sveinn Hjörtur Guðfinnsson fyrrum kosningastjóri Lýðræðisflokksins. Meðlimir hópsins hafa hafnað því að veita fréttastofu viðtöl þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Lögregla sagði í dag í svörum til fréttastofu að um varhugaverða þróun væri að ræða. s Fylgjast vel með stöðunni Unnar Már Ástþórsson varðstjóri segir lögreglu fylgjast vel með stöðunni á leigubílamarkaðnum. „Og við hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því. Það getur vel verið að fólk finnist það að við þurfum að gera eitthvað betur og þá bara tökum við það til okkar og reynum að gera betur.“ Lögregla geri auk þess ýmislegt sem ekki sé mikið í opinberri umfjöllun. „Í fyrra gerðum við tvær eftirlitsferðir á þessum hópi sem kom alveg í ljós að hlutirnir voru kannski ekki alveg eins og við vildum hafa þá og leigubílstjórar brugðust við því, flestir og lagfærðu sína hluti.“ Þá fullyrti hópurinn að meðlimir hans hefðu heyrt ótal sögur um brot leigubílstjóra sem aldrei hefðu ratað til lögreglu. Unnar hvetur fólk til að leita ávallt til lögreglu. „Af því við þurfum þá að vinna með það með öðrum stofnunum og útgefenda leyfis sem er þá Samgöngustofa.“ Þá lýstu þeir því að þeir hefðu tekið eftir manni með langt sverð á Ingólfstorgi og sögðu þeir lögreglu ekkert hafa aðhafst vegna mannsins, sem er af erlendu bergi brotinn. Unnar segir lögreglu hafa fylgst vel með manninum. „Hann var ekki með sverð, við getum staðfest það. Hann var hinsvegar með áhald sem hann var að leika listir sínar með, sem hann notaði ekki gegn neinum, áreitti ekki neinn og hafði ekki samskipti við neinn á meðan við vorum þarna og höfðum eftirlit með svæðinu sem hann var á.“
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Sjá meira
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Hópur karlmanna sem sumir eiga að baki þunga dóma fyrir ofbeldi hafa tekið sig saman og stofnað samtökin Skjöld Íslands. Þeir segjast vera komnir með nóg af andvaraleysi stjórnvalda þegar komi að leigubílamarkaðnum og hælisleitendum. Þeir viti vel af fortíð sinni en vilji standa vaktina í að gæta að framtíð Íslands. 21. júlí 2025 15:24
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent