Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Jón Þór Stefánsson skrifar 22. júlí 2025 21:05 Níu karlmenn í merktum peysum á vappinu á Ingólfstorgi. Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, segir meðlimi Skjaldar Íslands hafa hótað fólki, sér í lagi konum, sem hafi gagnrýnt framferði þeirra. Umræddur félagsskapur, sem kallar sig Skjöld Íslands, hefur vakið athygli undanfarna daga. Þeir segja markmið sitt að spyrna við andvaraleysi stjórnvalda varðandi hælisleitendur leigubílamarkaðinn hér á landi. Greint hefur verið frá því sumir meðlimir hópsins hafi hlotið fangelsisdóma, meðal annars fyrir gróf ofbeldisbrot. Í yfirlýsingu hafa þeir þó talað um að hafa snúið við blaðinu og tileinkað sér betri lifnaðarhætti. Sjá nánar: Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands „Ég ætla ekkert að efast um það að þessir menn vilji gera vel, gangi á Guðs vegum og afneiti djöflinum og öllu slíku, en það er auðvitað áhyggjuefni ef einhverjir telja sig geta tekið lögin eigin hendur. Það eru fjölmörg dæmi um að það endar ekki nema illa,“ sagði Fjölnir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann leggur til að umræddir menn fari aðrar leiðir vilji þeir hjálpa lögreglunni og samfélaginu í heild. „Þessir góðu menn, ef þeir vilja gera samfélaginu gagn þá geta þeir gert það á ýmsan annan hátt. Þeir geta gengið í sjálfboðaliðasamtök, og ef þeir vilja hjálpa lögreglunni þá búa þeir eflaust yfir upplýsingum um undirheima Íslands sem þeir gætu komið á framfæri.“ Þá segist Fjölnir hafa fengið upplýsingar um að einhverjir þeirra hafi hótað fólki sem gagnrýni þá. „Mér voru að berast upplýsingar um það að þeir eru kannski ekki allir komnir jafnlangt á sinni braut. Þeir hafa verið að hóta fólki sem setur út á þá á netinu. Einhverjir þeirra eru greinilega ekki alveg klárir í sínum nýja lífstíl og vilja þagga niður í konum sem gagnrýna þá, segja að það eigi að „þagga niður í þeim endanlega“. Ég held að þeir þurfi aðeins að skoða hópinn.“ Fjölnir segir fullyrðingar um að glæpir séu að aukast hér á landi hreinlega ekki réttar. Þá tekur hann fram að það séu einstaklingar sem fremji afbrot, en ekki þjóðfélagshópar. Fjölnir tekur sem dæmi að sjálfur vilji hann ekki að honum verði kennt um brot sem aðrir karlmenn fremji. Hann tekur fram að mögulega megi túlka tilkomu þessa hóps sem ákall til lögreglu um að sinna ákveðnum verkefnum betur. Það sé þó í höndum lögreglunnar að meta og forgangsraða málum. „Ég skil ekki alveg hvernig þeir ætla að hjálpa. Því ef ég skil rétt hafi snúið baki við öllu ofbeldi. Kannski bara með nærveru sinni, ég veit það ekki?“ Merki Skjaldar Íslands, hin svokallaði járnkross, hefur vakið athygli. Hópurinn fyrirbýður sér allar tengingar við nýnasisma, en bent hefur verið á að járnkrossin hafi til að mynda verið á forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey fyrir nákvæmlega fjórtán árum. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Það að þeir séu merktir einhverjum járnkrossi, eigum við að leggja einhverja merkingu í það? „Verðum við ekki að gera það? Þeir hefðu getað valið sér kristnari kross ef þeir vilja vera með kristin skilaboð,“ segir Fjölnir. Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Umræddur félagsskapur, sem kallar sig Skjöld Íslands, hefur vakið athygli undanfarna daga. Þeir segja markmið sitt að spyrna við andvaraleysi stjórnvalda varðandi hælisleitendur leigubílamarkaðinn hér á landi. Greint hefur verið frá því sumir meðlimir hópsins hafi hlotið fangelsisdóma, meðal annars fyrir gróf ofbeldisbrot. Í yfirlýsingu hafa þeir þó talað um að hafa snúið við blaðinu og tileinkað sér betri lifnaðarhætti. Sjá nánar: Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands „Ég ætla ekkert að efast um það að þessir menn vilji gera vel, gangi á Guðs vegum og afneiti djöflinum og öllu slíku, en það er auðvitað áhyggjuefni ef einhverjir telja sig geta tekið lögin eigin hendur. Það eru fjölmörg dæmi um að það endar ekki nema illa,“ sagði Fjölnir í Reykjavík síðdegis í dag. Hann leggur til að umræddir menn fari aðrar leiðir vilji þeir hjálpa lögreglunni og samfélaginu í heild. „Þessir góðu menn, ef þeir vilja gera samfélaginu gagn þá geta þeir gert það á ýmsan annan hátt. Þeir geta gengið í sjálfboðaliðasamtök, og ef þeir vilja hjálpa lögreglunni þá búa þeir eflaust yfir upplýsingum um undirheima Íslands sem þeir gætu komið á framfæri.“ Þá segist Fjölnir hafa fengið upplýsingar um að einhverjir þeirra hafi hótað fólki sem gagnrýni þá. „Mér voru að berast upplýsingar um það að þeir eru kannski ekki allir komnir jafnlangt á sinni braut. Þeir hafa verið að hóta fólki sem setur út á þá á netinu. Einhverjir þeirra eru greinilega ekki alveg klárir í sínum nýja lífstíl og vilja þagga niður í konum sem gagnrýna þá, segja að það eigi að „þagga niður í þeim endanlega“. Ég held að þeir þurfi aðeins að skoða hópinn.“ Fjölnir segir fullyrðingar um að glæpir séu að aukast hér á landi hreinlega ekki réttar. Þá tekur hann fram að það séu einstaklingar sem fremji afbrot, en ekki þjóðfélagshópar. Fjölnir tekur sem dæmi að sjálfur vilji hann ekki að honum verði kennt um brot sem aðrir karlmenn fremji. Hann tekur fram að mögulega megi túlka tilkomu þessa hóps sem ákall til lögreglu um að sinna ákveðnum verkefnum betur. Það sé þó í höndum lögreglunnar að meta og forgangsraða málum. „Ég skil ekki alveg hvernig þeir ætla að hjálpa. Því ef ég skil rétt hafi snúið baki við öllu ofbeldi. Kannski bara með nærveru sinni, ég veit það ekki?“ Merki Skjaldar Íslands, hin svokallaði járnkross, hefur vakið athygli. Hópurinn fyrirbýður sér allar tengingar við nýnasisma, en bent hefur verið á að járnkrossin hafi til að mynda verið á forsíðu stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik, hryðjuverkamannsins og nýnasistans sem myrti 77 manns í Ósló og Útey fyrir nákvæmlega fjórtán árum. Merki Skjaldar Íslands til vinstri og forsíða stefnuyfirlýsingar Anders Behring Breivik til hægri.Vísir/Samsett Það að þeir séu merktir einhverjum járnkrossi, eigum við að leggja einhverja merkingu í það? „Verðum við ekki að gera það? Þeir hefðu getað valið sér kristnari kross ef þeir vilja vera með kristin skilaboð,“ segir Fjölnir.
Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00 Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Sjá meira
Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir það varhugaverða þróun ef einstaka hópar telja sig hafa umboð til þess að ganga í störf lögreglu. Afbrotafræðingur segir fréttir af stofnun hóps sem kennir sig við Skjöld Íslands sýna að útlendingaandúð fari vaxandi á Íslandi, slíkt geti aldrei endað vel. 22. júlí 2025 12:00
Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Baráttukonur fyrir réttindum minnihlutahópa eru þungt hugsi yfir hópi karlmanna sem ætli að standa vörð um framtíð Íslands. Þær óttast frekar um öryggi sitt í miðbæ Reykjavíkur vitandi af dæmdum ofbeldismönnum á vappi um göturnar sem segist ætla að vernda fólk. 21. júlí 2025 16:56
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent