Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Feðgarnir Rúnar Sigtryggsson og Andri Már Rúnarsson höfðu starfað saman síðustu þrjú ár. Vísir/Getty Andri Már Rúnarsson ákváð að fara frá Leipzig þegar faðir hans, Rúnar Sigtryggsson, var rekinn. Hann samdi við Erlangen, er spenntur fyrir því að endurnýja kynnin við Viggó Kristjánsson og ekkert stressaður fyrir því að spila fyrir annan þjálfara en föður sinn. Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan. Þýski handboltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira
Andri hefur undanfarin þrjú tímabil spilað undir stjórn föður síns, Rúnars Sigtryggssonar. Fyrsta tímabilið hjá Haukum í Olís deildinni hér heima fyrir og svo hafa feðgarnir starfað saman síðustu tvö ár hjá Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni. Rúnar var hins vegar rekinn úr þjálfarastarfinu í vor þannig að Andri ákvað að finna sér nýtt félag og samdi við Erlangen. „Það fór ákveðið ferli í gang, sem byrjaði þegar pabbi var rekinn frá Leipzig. Þá snemma ákvað ég að ég vildi fara. Ég íhugaði mikið en eftir að ég ákvað það komu nokkur tilboð og mér leist bara best á þetta“ segir Andri. Verður ekkert skrítið að spila ekki lengur undir stjórn pabba þíns? „Ekkert skrítið, ég hef spilað fyrir aðra þjálfara áður, þarf bara að vera snöggur að venjast því og held að það verði ekkert mál.“ Spenntur að spila aftur með Viggó Hjá Erlangen hittir Andri fyrrum liðsfélaga sinn hjá Leipzig, Viggó Kristjánsson, sem skipti til Erlangen um síðustu áramót. Viggó í leik með Erlangen á síðasta tímabili.erlangen „Það verður mjög gaman, ég er spenntur fyrir því, þekki hann vel og það hjálpar mér líka að koma inn í þetta lið. Hann er búinn að vera hérna í hálft ár á undan mér og þekkir þetta betur en ég. Getur hjálpað mér að komast betur inn í kerfin, liðið og lífið í Erlangen, allt þetta. Mjög góður handboltamaður líka, það verður mjög gaman að spila aftur með honum“ segir Andri. Treysta á Íslendingana til að styrkja liðið Erlangen var í neðsta sæti deildarinnar áður en Viggó kom liðinu til bjargar á síðasta tímabili og nú hefur félagið styrkt sig enn frekar með því að kaupa Andra fyrir komandi átök í þýsku úrvalsdeildinni. „Ég held að það sé gott, frekar en slæmt, að ég sé eini nýi leikmaðurinn. Kjarninn er sá sami og veit hvernig á að spila, það þarf bara að koma mér inn í hlutina. Þeir voru í smá brasi í fyrra en ef maður horfir á seinni helminginn af tímabilinu, þá var tröppugangur í þessu hjá þeim. Ég er mjög sannfærður um að ef við höldum áfram þeim tröppugangi og ég næ að koma fram einhverju sem ég get til að hjálpa liðinu, þá verði þetta allavega betra en í fyrra og svo verðum við bara að sjá hversu langt það mun fleyta okkur.“ Fjallað var um félagaskipti Andra í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá í spilaranum að ofan.
Þýski handboltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Formúlunni, enski, NFL og stórleikur í körfunni Sport Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Sjá meira