Innlent

Einn hand­tekinn vegna frelsissviptingar í Ár­bæ

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Atvik málsins áttu sér stað í Árbæ. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki beint.
Atvik málsins áttu sér stað í Árbæ. Myndin er úr safni og tengist málinu ekki beint. Já.is

Einn hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á ráni og frelsissviptingu sem átti sér stað í Árbæ í gær. Enn er verið að leita að öðrum.

Lögreglu barst tilkynning um rán og frelsissviptingu í Árbænum í gær. 

Einn var handtekinn í dag vegna málsins að sögn Hildar Rúnar Björnsdóttur, lögreglufulltrúa.  Enn sé leitað að öðrum sem talinn er hafa komið að málinu.

Fórnarlamb árásarinnar þurfti aðhlynningu á slysadeild eftir atvikið. Ekki liggur fyrir hvort að einhver tengsl séu á milli brotaþola og grunaðra árásarmanna en þeir eru ekki tengdir fjölskylduböndum.

Hildur Rún segir rannsóknin málsins enn vera á frumstigi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×