Fótbolti

Fabregas úti­lokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi og Cesc Fabregas fagna saman marki með Barcelona.
Lionel Messi og Cesc Fabregas fagna saman marki með Barcelona. Getty/Denis Doyle

Cesc Fabregas segir að Lionel Messi sé ánægður með að spila í Bandaríkjunum en vill samt ekki útiloka það að argentínska goðsögnin muni spila einhvern tímann fyrir ítalska félagið Como.

Fabregas var lengi liðsfélagi Messi hjá Barcelona en spænski miðjumaðurinn er nú knattspyrnustjóri Como.

Antonela Roccuzzo, eiginkona Messi, sást með börnin þeirra þrjú á leik með Como á dögunum þegar liðið vann Lille í æfingarleik. Það ýtti undir alls konar sögusagnir.

Fabregas var spurður beint út í möguleikann á því að Messi spili fyrir hann hjá Como.

„Aldrei segja aldrei,“ sagði Cesc Fabregas og brosti.

„Hún [Antonela] var í heimsókn í mínu húsi af því að hún fór í smá sumarfríi á meðan Messi var að spila útileiki í Cincinnati og í New York,“ sagði Fabregas.

„Fjölskylda Messi nýtti því tækifærið og fór í ferð til að hitta vinafólk sitt. Við erum mjög nánir vinir og það eru einnig eiginkonur okkar. Börnin okkar eru líka á svipuðum aldri,“ sagði Fabregas.

„Við munum aldrei útiloka það að hann spili hér ekki síst þar sem börnin hans nutu sín hér og það væri alltaf falleg saga vegna sögu okkar saman. En eins og er þá er Messi mjög ánægður í Ameríku og við getum bara haldið ró okkar yfir svona pælingum,“ sagði Fabregas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×