Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 24. júlí 2025 10:09 Stjórnarandstaðan sakar Selenskí um að grafa undan lýðræðinu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti fundaði með yfirmönnum lögreglu- og spillingarrannsóknarembættum landsins í gær eftir að umdeild lög voru samþykkt á þinginu. Hann segist ekki daufheyrast við mótmælum þjóðarinnar sem óttast um lýðræðið í stríðshrjáðu landinu. Hann heitir úrbótum á næstu tveimur vikum. Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif. Úkraína Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira
Greint var frá því í gær að Selenskí forseti og ríkisstjórn hans stæði hefðu samþykkt löggjöf sem gerði í raun út af við sjálfstæði embætta sem rannsaka og sækja æðstu embættismenn landsins fyrir spillingu. Er þetta gert undir yfirskini þess að stemma stigu við rússnesk áhrif í stjórnsýslunni en stjórnarandstaðan segir lögin viðbragð við spillingarransóknum á hendur nánustu samstarfsmönnum forsetans. Áhrif á Evrópusambandsaðild Í gær og í fyrradag fylktust Úkraínumenn á götur út til að mótmæla frumvarpinu og krefjast þess að Selenskí beitti neitunarvaldi sínu til að koma í veg fyrir að það yrði að lögum. Þessu ákalli varð hann ekki við. Leiðtogar í Evrópu brugðust ókvæða við og hafa hvatt Selenskí og ríkisstjórn að endurskoða lögin. Ursula von der Leyen kvaðst vera með böggum hildar vegna málsins sem hún telur afturför. Embættismenn Evrópusambandins segja afturför í spillingu í úkraínskum stjórnmálum einnig geta aftrað því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu. Eftir fund sinn með löggæslu- og ákæruvaldsembættum, sem heyra nú undir ríkissaksóknara og þar með Selenskí sjálfan, segir hann að í bígerð séu úrbætur sem ætlað er að tryggja gagnsæi og endurheimta traust þjóðarinnar. Hann hyggst þó ekki veita spillingarrannsókarembættum sjálfstæði frá framkvæmdarvaldinu. Meintir rússneskir útsendarar Téðan fund sóttu fulltrúar NABU, sérstök stofnun sem annast rannsóknir á spillingu innan embættismannastéttarinnar, embættis sérstaks saksóknara í spillingarmálum, úkraínsku leyniþjónustunnar og embættis ríkissaksóknara meðal annarra. Embættin tvö sem heyra nú undir ríkissaksóknara hafa mótmælt lagabreytingunni og segja hana grafa undan gagnsæi stjórnsýslunnar. „Við heyrum hvað samfélagið segir. Við sjáum hvað það er sem fólkið ætlast af stofnunum ríkisins - að sanngirni sé gætt og að hver stofnun starfi eins og henni er skylt,“ segir Selenskí í ávarpi í kjölfar fundarins. „Við ræddum nauðsynlegar breytingar á sviði stjórnsýslu og laga sem styrkja starf hverrar stofnunar fyrir sig, leysi úr fyrirliggjandi flækjum og geri út af við ógnir sem að steðja,“ segir hann. Hann tilkynnti jafnframt að til stæði að leggja nýtt frumvarp fyrir úkraínska þingið til að „tryggja styrk löggæslukerfisins og varðveita „allar venjur í sjálfstæðu spillingarrannsóknarvaldi.“ Selenskí hefur gert mikið úr meintum rússneskum útsendurum innan stofnananna og réðst meðal annars nýlega í víðtæka húsleit á skrifstofum embættanna. Samvkæmt umfjöllun Kyiv Independent og annarra úkraínska miðla fær ekki staðist að löggjöfin hafi neitt að gera með rússnesk áhrif.
Úkraína Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Fleiri fréttir Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Sjá meira