Innlent

Þurfti að hætta sundi af öryggis­á­stæðum

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Sigurgeir fór af stað eldsnemma í gærmorgun.
Sigurgeir fór af stað eldsnemma í gærmorgun. Píeta

Sundkappinn Sigurgeir Svanbergsson þurfti að hætta sundi sínu yfir Ermarsundið af öryggisástæðum. Hann ætlaði sér að synda sundið til styrktar Píetasamtakanna.

Sigurgeir ætlaði sér upprunalega að synda sunnudaginn 20. júlí en þurfti að fresta sundinu um nokkra daga vegna veðurs. Hann lagði af stað frá Dover í Bretlandi korter í sex í gærmorgun á íslenskum tíma en gert var ráð fyrir að sundferðin til Calais í Frakklandi sem er um 34 kílómetrar tæki um tuttugu klukkustundir.

Af öryggisástæðum þurfti Sigurgeir hins vegar að hætta sundi eftir rúma fjórtán klukkustundir. 

„Við vorum að fá þær leiðu fréttir að Sigurgeir þurfti að hætta sundinu vegna öryggisástæðna. Teymið mun upplýsa okkur frekar á morgun. Hann er engu að síður hetja að hafa lagt í þetta og náði ansi langt,“ segir á heimasíðu Píetasamtakanna.

Með sundinu var Sigurgeir að styrkja Píetasamtökin og var markmiðið að vekja athygli á starfsemi samtakanna og að safna heitum til húsnæðiskaupa fyrir samtökin.

Enn er hægt að heita á Sigurgeir og styrkja húsnæðiskaup Píeta hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×