Lífið

Pamela smellti kossi á Neeson

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Pamela Anderson og Liam Neeson á frumsýningu The Naked Gun.
Pamela Anderson og Liam Neeson á frumsýningu The Naked Gun. Getty

Leikararnir Pamela Anderson og Liam Neeson gengu saman rauða dregilinn þar sem Anderson smellti kossi á Neeson. 

Pamela Anderson, 58 ára, er jafnan þekktust fyrir hlutverk sitt í Baywatch þáttunum en hún stillti sér upp við hlið Liam Neeson, 73 ára, á rauða dreglinum í gærkvöld. Neeson túlkaði meðal annars hlutverk í kvikmyndinni Schindler's List og hlaut hann tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir hlutverkið. 

Tilefnið var frumsýning á kvikmyndinni The Naked Gun þar sem Pamela og Neeson fara með hlutverk í myndinni. Kvikmyndin er sjálfstætt framhald af samnefndum kvikmyndum þar sem Leslie Nielsen var í aðalhlutverki,

Þetta kemur í kjölfar þess að Neeson sagðist vera „fáránlega ástfanginn“ af Pamela í viðtali við People, en tók samt sem áður fram að einungis væri um að ræða ást milli tveggja vina.

„Það er frábært að vinna með henni. Satt að segja get ég ekki hrósað henni nægilega mikið,“ sagði Neeson.

„Hún er fyndin og það er auðvelt að vinna með henni. Hún verður æðisleg í þessari kvikmynd.“

Pamela sagði sjálf að hún hefði eignast vin fyrir lífstíð.

„Við erum með tengingu sem er mjög einlæg og ástrík,“ sagði hún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.