„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. júlí 2025 08:59 Óskar Jósúason er upplýsingafulltrúi Laxeyjar í Vestmannaeyjum. Vísir/Ívar Fannar/Vilhelm Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“ Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira
Laxey hóf framleiðslu á seiðum í nóvember 2023. Þegar landeldið verður komin í fulla framleiðslu er stefnt á að þar verði framleidd 42.000 tonn af laxi á ári og gert ráð fyrir að þar muni starfa um eitt hundrað manns. Óskar Jósúason, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins, segir um að ræða stærstu einkaframkvæmd í sögu Vestmannaeyja. „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu, erum að búa til nýja atvinnugrein. Það gefur ungu fólki tækifæri í að mennta sig á þessu. Við erum mjög stoltir af því að við erum nú þegar með unga einstaklinga sem hafa lært fiskeldisfræði á Hólum og fleiri á leiðinni,“ sagði Óskar í viðtali í kvöldfréttum Sýnar. Stefnt á slátrun í nóvember Samtals hefur Laxey safnað 150 milljónum evra í hlutafé en stækka þurfti útboð fyrirtækisins fyrr í sumar vegna umframeftirspurnar. Seiðastöð félagsins er staðsett í Friðarhöfn inns á hafnarsvæðinu í Eyjum en fiskeldisker í Viðlagafjöru í hrauninu. „Seiðastöðin er komin í fullan rekstur og mun framleiða 4,5 milljónir seiða á hverju ári. Úti í fjöru eru komin fimm fiskeldisker í notkun og við erum að stefna á fyrstu slátrun í nóvember,“ segir Óskar. „Þurfum ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum“ Aukningin hlutafjársins tryggði fjármögnun á stórseiðahúsi sem staðsett verður í Viðlagafjöru þar sem fiskeldisker fyrirtækisins eru staðsett. Þar standa yfir gríðarmiklar framkvæmdir en laxinn verður fluttur í kerin þegar hann er tilbúinn að fara í sjó. Sjórinn í kerjunum er tekinn úr borholum á landi. „Við erum að taka sjó sem hefur ekki verið í snertingu við aðrar sjávarlífverur. Þá þurfum við ekki að hafa eins miklar áhyggjur af smitsjúkdómum og öðru slíku. Þá sleppum við við notkun á sýklalyfjum fyrir laxinn. Við erum að skapa eins góðar aðstæður og hægt er fyrir laxinn að vaxa og dafna í.“
Vestmannaeyjar Lax Landeldi Sjávarútvegur Fiskeldi Byggðamál Kvöldfréttir Mest lesið Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Viðskipti innlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Viðskipti innlent Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum Neytendur Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Sjá meira