Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 25. júlí 2025 21:18 Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélagsins við Árskóga. vísir/bjarni Formaður húsfélags við Árskóga vill bjóða borgarstjóra Reykjavíkur í vöfflukaffi eftir að sátt náðist um umdeildan göngustíg sem íbúar hafa mótmælt síðustu vikur. Allt sé gott sem endi vel að mati formannsins. Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“ Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Framkvæmdir við göngustíginn við fjölbýlishús við Árskóga steinsnar frá „græna gímaldinu“ voru stöðvaðar tímabundið í gær eftir mótmæli íbúa en munu nú halda áfram eftr að sátt náðist í málinu. En hvað breyttist? „Það breyttist það náttúrulega að við erum búin að vera mótmæla þessu núna í hálfan mánuð og krefjast breytinga á þessu. Eins og þið sjáið hérna veggina ganga hérna upp í hálfan gluggann hjá fólkinu á enda íbúðinni ég var alltaf að tala um að þetta yrði kjallaraíbúð.“ Margvíslegar breytingar verði á stígnum Greint var frá því í síðustu viku að íbúar í Árskógum hafi ekki fest svefn vegna umræddra framkvæmda. Þegar fréttastofu bar að garði sögðust íbúar sofa mun betur núna en margvíslegar breytingar verða í kjölfar samkomulagsins. „Minni veggurinn verður færður þar sem stóri veggurinn er. Þau lækka síðan stéttina hérna á milli hússins og N1-stöðvarinnar um 50 sentímetra. Þannig að hallinn verður mun þægilegri á stígnum. Þeir ætla að færa göngustíginn 60 sentímetra lengra frá húsinu. Það er töluverður munur. Síðan ætla þeir að breyta ljósastaurunum sem áttu að vera hérna beint fyrir framan svalirnar hjá okkur. Þeir ætla setja bara lága 60 til 70 sentímetra staura á milli svalanna,“ sagði Ingi Þór Hafsteinsson, formaður húsfélags við Árskóga, í samtali við fréttastofu. Þakkar fyrir sig með vöffluboði Ingi segir borgarstjórn eiga hrós skilið fyrir að hlusta á íbúa og koma til móts við þá. Hann þakkar fyrir sig með boði. Er þetta mikill sigur fyrir íbúa? „Við vildum fara lengra, eins og alltaf. En við samþykktum þetta. Fólk á að tala saman í svona málum. Ekki bara vaða yfir menn. Við verðum bara með vöfflukaffi fyrir borgarstjóra þegar þetta allt er búið. Vonandi getur hún komið. Ég hef ekki náð í hana ennþá að vísu. Það er erfitt að ná í borgarstjórann en vonandi mætir hún í vöfflukaffi þegar þetta er búið.“ Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Ætlið þið þá að ganga hérna göngustíginn endilangan og vera með vöfflur við hinn endann? „Akkúrat, það væri mjög sniðugt.“
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra að óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira