Körfubolti

LeBron hitti um­boðs­mann Jokic í Frakk­landi

Siggeir Ævarsson skrifar
LeBron James og Luka Doncic myndu eflaust taka Jokic fagnandi
LeBron James og Luka Doncic myndu eflaust taka Jokic fagnandi Vísir/AP Jae C. Hong)

Ýmsu hefur verið hvíslað um framtíð LeBron James hjá Lakers sem og framtíð Nikola Jokic í Denver Nuggets. Umboðsmaður Jokic er greinilega ekki á þeim buxunum að róa stuðningsfólk Nuggets því hann „fundaði“ með James í gær. 

Umboðsmaður Jokic heitir Misko Raznatovic og í gær setti hann póst á Instagram þar sem hann og LeBron James hittust greinilega á snekkju í Saint Tropez í Frakklandi. Hvað nákvæmlega þeir félagar ræddu er svo sem ekki ljóst en Raznatovic skrifaði einfaldlega: „Sumarið 2025 er frábær tíma til að gera stór plön fyrir haustið 2026!“

Jokic er samningbundinn Nuggets út tímabilið 2027 en hann afþakkaði að framlengja samninginn við liðið í sumar. James er sjálfur að verða 41 árs í desember og alls óvíst að hann leiki fleiri tímabil með Lakers.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×