Innlent

Atvinnubílstjóri með far­þega undir á­hrifum á­fengis í vinnunni

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Frá því í morgun hafa 43 mál verið skráð í kerfi lögreglu og fjórir verið vistaðir í fangageymslu.
Frá því í morgun hafa 43 mál verið skráð í kerfi lögreglu og fjórir verið vistaðir í fangageymslu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af atvinnubílstjóra í farþegaflutningum sem reyndist undir áhrifum áfengis í dag. 

Í fréttatilkynningu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur ekki fram hvers kyns farþegaflutninga um ræddi en bílstjórinn var stöðvaður í lögregluumdæmi tvö, sem nær yfir Hafnarfjörð og Garðabæ. Fram kemur að ökumaðurinn hafi verið fluttur á lögreglustöð og látinn laus að sýnatöku lokinni. 

Lögreglan fjarlægði tíu bílnúmeraplötur við eftirlit á höfuðborgarsvæðinu í dag. Plöturnar voru ýmist af ótryggðum eða óskoðuðum bílum.

Lögregla hafði einnig afskipti af ökumanni sem ók bíl sínum á nagladekkjum. Sá á yfir höfði sér sekt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×