Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð og Friðrik Þór Guðmundsson skrifa 28. júlí 2025 16:03 Í ár eru liðin tuttugu og fimm ár frá flugslysinu hörmulega í Skerjafirði við lok Verslunarmannahelgar. Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn. Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli. Verslunarmannahelgin er enn í dag ein umsvifamesta ferðahelgi ársins. Á hverju ári fara tugþúsundir landsmanna af stað. Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei. Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga. Höfundar eru foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést 1. janúar 2001 af völdum áverka sem hann hlaut í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flugslys í Skerjafirði 2000 Fréttir af flugi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Í ár eru liðin tuttugu og fimm ár frá flugslysinu hörmulega í Skerjafirði við lok Verslunarmannahelgar. Margir Íslendingar tengja þessa helgi við gleði og útivist, fjölskyldu og vináttu. Í slysinu létust sex manneskjur, þar á meðal 17 ára sonur okkar. Engin orð geta lýst því tómi sem varð eftir, eða þeirri staðreynd að líf okkar allra breyttist um leið og vélin fór í sjóinn. Minningin um þetta augnablik, og þær afleiðingar sem það hafði, hafa aldrei yfirgefið okkur. Slysið breytti ekki aðeins okkar fjölskyldu heldur einnig sýn á lífið, tímann og hvað raunverulega skiptir máli. Verslunarmannahelgin er enn í dag ein umsvifamesta ferðahelgi ársins. Á hverju ári fara tugþúsundir landsmanna af stað. Það gleður að fólk hafi gaman og njóti lífsins með vinum og ættingjum. En þegar líða fer að Verslunarmannahelgi vaknar ávallt þessi innri rödd sem biður okkur um að minna á ábyrgðina. Að aka ekki örmagna. Að setjast ekki undir stýri eftir vín. Að gæta sín á vatni, í lofti og á vegum. Að muna að hvert líf hefur áhrif og örin sem verða eftir á sálinni þegar við missum ástvini hverfa aldrei. Því stundum þarf ekki nema eina ranga ákvörðun til að allt breytist. Þetta er ekki skrifað til að vekja angist, heldur til að hvetja til ígrundunar og varkárni. Við berum öll ábyrgð, ekki bara á eigin öryggi, heldur líka þeirra sem við elskum og þeirra sem við mætum á leiðinni. Lífið er viðkvæmt. Það er líka dýrmætt. Megum við öll muna það þessa helgi og alla daga. Höfundar eru foreldrar Sturlu Þórs Friðrikssonar sem lést 1. janúar 2001 af völdum áverka sem hann hlaut í flugslysinu í Skerjafirði árið 2000.
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar