Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2025 15:22 Landbúnaður er mjög vatnsfrekur en þurrkar hafa neytt bændur um allan heim til að leita sífellt meira til grunnvatns til að vökva akra sína. AP/Matt York Heimsálfur jarðarinnar hafa tapað gífurlega miklu ferskvatni og þá sérstaklega grunnvatni á undanförnum áratugum. Það á sérstaklega við þau svæði heimsins þar sem flestir búa og gæti það skapað gífurlegt vandamál fyrir mannkynið í framtíðinni. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar. Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn sem byggir á gervihnattagögnum sem vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa safnað á rúmum tveimur áratugum. Þau gögn sýna, samkvæmt rannsókninni sem birt var af Science Advances á dögunum, að gífurlega mikið ferskvatn hefur tapast á norðurhveli jarðarinnar. Í mjög stuttu og einföldu máli sýna gögnin að þurr svæði jarðarinnar verða hraðar þurrari en blaut svæði verða blautari. Þá hefur þurrkunin orðið hraðari á undanförnum árum. Þurr jarðvegur dregur vatn verra í sig en rakur jarðvegur gerir og gerir það ástandið verra. Þurr svæði jarðarinnar hafa stækkað á meðan blaut svæði hafa dregist saman. Ísland er meðal þeirra landa sem hefur tapað miklu grunnvatni, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar en hún tekur minnkun jökla með í reikninginn. Þetta kort sýnir meðalbreytingar á ferskvatnsbirgðum heimsins frá febrúar 2003 til apríl 2024. Landbúnaður vatnsfrekur Grunnvatnið sem dælt er úr jörðinni, að mestu leyti vegna landbúnaðar, borga og íbúða, skilar sér sjaldan aftur í jarðlögin og endar þess í stað í sjónum, með tilheyrandi hækkun yfirborðs sjávar. Vísindamennirnir sem komu að rannsókninni segja yfirborð sjávar nú hækka meira vegna grunnvatns en vegna bráðnunar heimskautaíss. Um sjötíu prósent þess ferskvatns sem jarðarbúa nota fer í landbúnað og sífellt stærri hluti þess kemur úr vatnsæðum og jarðlögum. Þurrkar eru taldir hafa versnað vegna veðurfarsbreytinga af mannavöldum og hækkandi hitastigs. Þess vegna hafa bændur víðsvegar um heim leitað í meira mæli til grunnvatns og grafið sífellt dýpri brunna. Þurr svæði heimsins hafa stækkað verulega vegna þessa og myndað stærðarinnar þurr svæði. Eitt slíkt spannar stóra hluta Evrópu, Mið-Austurlanda, Afríku og Asíu. Reuters sagði frá því í síðasta mánuði að yfirvöld í Írak hefðu bannað landbúnað að sumri til þar í landi og ræktun hrísgrjóna. Var það gert vegna mikils vatnsskorts þar í landi en bændur hafa í sífellt meira mæli grafið djúpa brunna í leit að grunnvatni. Átök og flótti í framtíðinni Vísindamennirnir segja að þessi minnkun grunnvatns muni hafa mikil og slæm áhrif á kynslóðir framtíðarinnar og ekki verði hægt að laga vandann á tímaskala sem manneskjur átti sig á. Það er að segja, að það muni taka þúsundir ofan á þúsundir ára að fylla aftur á þessar vatnsæðar og jarðlög. Höfundar rannsóknarinnar segja mögulegt að þessar heimslægu breytingar gætu ógnað mataröryggi og aðgengi fjölda fólks að neysluvatni. Þannig gæti ástandið leitt til átaka í framtíðinni og mikilla fólksflutninga. Þeir segja aðgerðir til að sporna gegn notkun grunnvatns nauðsynlegar. Komandi kynslóðir muni þurfa á því að halda og einnig verði þannig hægt að draga úr hækkun yfirborðs sjávar.
Veður Umhverfismál Tengdar fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur hótað því að beita Mexíkó tollum eða refsiaðgerðum standi ríkið ekki við samkomulag frá 1944 um deilingu vatns úr ánni Rio Grande. Bændur í Texas, sem segja þurrka vera að gera út af við uppskeru þeirra, hafa beðið Trump um að sýna hörku. 13. apríl 2025 12:02