Fótbolti

Markasúpur í „Ís­lendinga­slögum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elfsborg sneri dæminu við eftir að Ari kom inn af bekknum.
Elfsborg sneri dæminu við eftir að Ari kom inn af bekknum. IF Elfsborg

Tveir „Íslendingaslagir“ fóru fram í efstu deildum Danmerkur og Svíþjóðar í knattspyrnu. Midtjylland vann 6-2 sigur á Sönderjyske í Danmörku á meðan Elfsborg vann 4-3 sigur á Gautaborg.

Daníel Leó Grétarsson var í byrjunarliði Sönderjyske sem beið afhroð gegn Midtjylland. Kristall Máni Ingason var í ekki leikmannahópi gestanna. Þá sat markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson sat á varamannabekk sigurliðsins.

Midtjylland er með fjögur stig eftir tvær umferðir á meðan Sönderjyske er með eitt stig.

Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar sem komst 2-0 yfir gegn Elfsborg á útivelli en mátti á endanum þola 4-3 tap þökk sé tvennu varnarmannsins Johan Larsson. Kolbeinn var tekinn af velli á 71. mínútu þegar staðan var 3-2 Gautaborg í vil.

Ari Sigurpálsson kom inn af bekknum hjá Elfsborg á 84. mínútu, staðan þá enn 3-2 gestunum í vil. Í uppbótatíma skoraði Larsson tvennu sína og tryggði heimamönnum dramatískan sigur. Júlíus Magnússon sat allan tímann á varamannabekk Elfsborgar.

Eftir 17 umferðir er Elfsborg í 5. sæti með 32 stig á meðan Gautaborg er í 8. sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×