Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 09:33 Oliver Ekroth reynir að ræða við Helga Mikael Jónasson sem hefur dæmt aukaspyrnu fyrir framan teiginn. Ekroth var síðan alveg sofandi í varnarveggnum. Sýn Sport Víkingar misstu af tveimur dýrmætum stigum í titilbaráttu Bestu deildar karla í fótbolta eftir að þeir fengu á sig jöfnunarmark á móti Fram með síðustu spyrnu leiksins. Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Stúkan ræddi aukaspyrnuna sem var dæmd en hún var vissulega umdeild. Sérfræðingur Stúkunnar vill þó skrifa sökina á fyrirliða Víkings. Oliver Ekroth braut ekki aðeins af sér heldur var það hann sem klikkaði líka í varnarveggnum en skotið fór í gegnum hann miðjan. „Mesta umræðan eftir þennan leik hefur verið um jöfnunarmark Fram og aðdraganda marksins þar sem Helgi Mikael (Jónasson, dómari) dæmdi aukaspyrnu,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Stúkunnar, og bað sérfræðinga sína um þeirra skoðun á brotinu. Klippa: Umræða um umdeilt jöfnunarmark Fram Er þetta aukaspyrna? „Er þetta aukaspyrna,“ spurði Kjartan. „Þegar ég sá þetta frá þessu sjónarhorni þá finnst mér þetta ekki vera aukaspyrna. Svo sýndu þið mér þetta frá Spiideo myndavélinni. Mér finnst hann ekki fara inn í hann en þegar við sjáum myndirnar úr Spiideo myndavélinni þá finnst mér hann aðeins horfa en ég veit það ekki,“ sagði Arnar Grétarsson. „Ég hefði verið fúll sem þjálfari Víkings að fá þessa aukaspyrnu á mig en ennþá meira fúll að sjá varnarvegginn svo opnast,“ sagði Arnar. Nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll „Þú nennir ekki Arnari Grétarssyni þegar hann er fúll,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson í léttum tón. „Það sem er grátlegt þarna er að gæinn sem braut af sér, hann hoppar upp í veggnum. Það er Oliver Ekroth líka. Svo hef ég ekki oft séð, af því hann er svo frábær varnarmaður, en í fyrsta markinu þeirra þá á hann að komast fyrir fyrirgjöfina,“ sagði Arnar. Hann vill meina að fyrirliði Víkinga eigi því sökina á báðum mörkunum sem Fram skoraði. Stúkan sýndi síðan aukaspyrnu Framarans Kennie Knak Chopart sem fór beint í gegnum varnarvegg Víkinga. „Þetta er rosalegt enda sérðu: Hann grípur um andlitið. Hann veit af þessu,“ sagði Arnar. Hann bendur á það að Oliver Ekroth hafi brugðist í varnarveggnum. „Þetta á aldrei að gerast,“ sagði Arnar. „Þetta er soft“ „Ég skil Sölva (Geir Ottesen, þjálfari Víkinga) vel að hafa verið ósáttur en þegar þú sérð hvar Helgi Mikael er staðsettur og hvað Oliver Ekroth gerir þá finnst mér hann ekki vera að brjóta. Þú getur alveg fengið: Hann er að stíga inn í hann og þá dæmir þú aukaspyrnu. Hann tekur það ekki til baka,“ sagði Ólafur. „Þetta er soft,“ skaut Arnar inn í og Ólafur tók undir það. „Já, mér finnst þetta vera soft aukaspyrna,“ sagði Ólafur en það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild karla Stúkan Víkingur Reykjavík Fram Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira