Íslenski boltinn

Trúnaðar­brestur og for­maðurinn hættur

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur.
Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur. Vísir/Ívar

Það gefur á bátinn hjá stjórn knattspyrnudeildar Grindavíkur en formaðurinn, Haukur Guðberg Einarsson, er hættur eftir meintan trúnaðarbrest í stjórninni.

Víkurfréttir greina frá og samkvæmt þeirra heimildum kom upp trúnaðarbrestur vegna þess að samið var við leikmann án vitundar formannsins.

„Ég var búinn að ákveða að stíga til hliðar í haust svo þetta skiptir ekki öllu máli. Þegar ég tók hlutverkið að mér á sínum tíma og ræddi við fyrrum formann, Jónas Þórhallsson, þá sagði hann mér að gera alla hluti með hjartanu því þannig gæti ég verið sáttur við allar þær ákvarðanir sem ég myndi taka. Þessi ákvörðun er tekin með hjartanu, ég hefði ekki verið sáttur við mig ef ég hefði ekki fylgt hjartanu,“ segir Haukur í samtali við Víkurfréttir.

„Þetta er búið að vera gríðarlegt álag undanfarin ár og ég stíg sáttur frá borði þó svo að ég hefði viljað klára þetta tímabil. Ég ætlaði mér að koma liðinu heim og það tókst, ég var búinn að finna minn eftirmann og ætlaði að koma honum inn í hlutina og mun áfram verða boðinn og búinn í það en ég taldi mig ekki getað unnið áfram sem formaður ef hjartað sagði mér annað.“

Leikmenn sem Grindavík hefur fengið í glugganum:

Darren Sidoel frá Danmörku

Rúrik Gunnarsson frá HK (á láni)

Máni Berg Ellertsson frá Kára

Manuel Gavilán frá Spáni via Njarðvík




Fleiri fréttir

Sjá meira


×