Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 15:29 Embætti ríkislögreglustjóra segir erfitt að alhæfa um fjármögnun gereyðingarvopna hér á landi þar sem erfitt sé að greina slík brot. Vísir/Anton Ríkislögreglustjóri segir engar vísbendingar hafa fundist um það að fjármögnun fyrir gereyðingarvopn eigi sér stað hér á landi. Það sama eigi við um það hvort hér séu framin brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðganga á þeim. Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu. Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Sjá meira
Þetta er samkvæmt nýju áhættumati embættisins á fjármögnun gereyðingarvopna sem birt var í dag. Um er að ræða viðbót við áhættumat um peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka sem gefið var út í lok árs 2023. Markmið þessa mats er að greina og meta áhættu á fjármögnun gereyðingarvopna með heildstæðum hætti og er matið gert í samræmi við lög um framkvæmd alþjóðlegra þvingunaraðgerða og frystingu fjármuna. Mat þetta felur í sér greiningu á þremur flokkum ógna. Fyrsti flokkurinn eru ríki sem sæta þvingunaraðgerðum, eins og Norður-Kórea og Íran. Annar flokkurinn snýr að aðilum óháðum ríkjum og sá þriðji snýr að útflutningi á hlutum með tvíþætt notagildi. Það er að segja hluti sem hægt er að nota í bæði borgaralegum og hernaðarlegum tilgangi. Skjáskot úr mati ríkislögreglustjóra. Strax í upphafi matsins kemur fram að engar vísbendingar hafi fundist um að fjármögnun gereyðingarvopna hafi átt sér stað hér á landi. Það sama eigi við um brot gegn alþjóðlegum þvingunaraðgerðum eða sniðgöngu á þeim. Hins vegar segir að almennt sé viðurkennt að erfitt sé að greina slík brot og því sé ekki hægt að fullyrða að þau eigi sér ekki stað. „Ríki sem sæta þvingunaraðgerðum eru ávallt að leita nýrra leiða til að fjármagna gereyðingarvopn. Eftir því sem önnur ríki herða regluverk og auka eftirlit verður Ísland fýsilegri kostur fyrir slíka brotastarfsemi. Öflugar fyrirbyggjandi aðgerðir, reglulegt áhættumat, regluverk sem er uppfært eftir þörfum og skilvirkt eftirlit eru lykilþættir í að draga úr hættu á að Ísland verði nýtt sem milliliður eða skjól fyrir fjármögnun gereyðingarvopna,“ segir í matinu.
Lögreglumál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Sjá meira