„Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2025 19:31 Landsliðsþjálfarinn á hliðarlínunni í leik gegn Frakklandi á EM árið 2017. Norbert Barczyk/Getty Images Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfubolta, segir það jákvætt að svo margir leikmenn séu nálægt því að komast í lokahópinn fyrir EM sem fram fer í Kýpur, Finnlandi, Póllandi og Lettlandi. Hann segist ekki hafa séð viðtalið sem Kristófer Acox fór í og hafði lítið um það að segja. EM karla í körfubolta, EuroBasket 2025, hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Ísland er í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu, Póllandi, Belgíu og Ísrael. Íslenska liðið hefur nú þegar hafið undirbúning sinn fyrir mótið og ræddi Valur Páll Eiríksson við Craig um stöðu mála. Hvernig hafa æfingarnar verið? „Við höfum náð fjórum æfingum og í raun hefur hver æfing verið betri en sú síðasta. Tenging leikmanna er að aukast mjög hratt. Það eru nokkrir nýir leikmenn í æfingahópnum, þeim gengur betur og betur. Hafa nú þegar myndað góð tengsl með hinum leikmönnunum svo það gengur vel.“ Það hefur þegar verið skorið niður í hópnum? „Við erum 17 núna eftir að minnka hópinn um þrjá leikmenn. Við megum velja 14 sem fara til Ítalíu en við höfum ekki minnkað hópinn enn svo þeir leikmenn verða áfram með okkur. Erum því 17 sem stendur.“ Er höfuðverkur að velja leikmannahópinn? „Mjög svo. Það er mjög jákvætt vandamál, að hafa svo marga leikmenn sem eru nálægt en þetta er virkilega erfitt. Við erum þegar farnir að tapa svefni yfir þessu því það verða ósáttir leikmenn en eins og ég sagði, það er gott að hafa slíkan hóp að velja úr.“ Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Orri Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Snær Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 Klippa: Craig ekki séð viðtalið við Kristófer: „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Spennan farin að magnast upp? „Það eru enn fjórar vikur í fyrsta leik en við erum mjög einbeittir nú þegar. Leikmennirnir eru að vinna sína vinnu bæði innan vallar sem utan. Það er að æfa vel, hugsa vel um sig og halda einbeitingu. Við þurfum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er svo það verði engin eftirsjá hvað það varðar.“ Mario Matasovic hefur ekki verið með hópnum þrátt fyrir að hafa fengið ríkisborgararétt. „Þessar aðstæður, að leikmenn væru að fá íslensk vegabréf, komu svo seint upp að hann er í fríi Króatíu og hann gat ekki látið það ganga upp að koma til Íslands á þessum tímapunkti. Sem er skiljanlegt.“ Friðrik Leó Curtis er sömuleiðis ekki með hópnum. „Hann hefur verið á Evrópumóti U-20 ára liða og stóð sig frábærlega. Við buðum honum hingað en hann ákvað að það væri best fyrir hann að fara til Nebraska þar sem hann er í háskóla og undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Hann fór í síðustu viku svo hann hefur ekki verið að æfa með liðinu.“ Er einhver sérstakur fókus á æfingum þegar það styttist í mót? „Til að byrja með erum við að reyna komast á sömu blaðsíðu varðandi leikkerfinu og hugmyndafræðina sem við erum að vinna með. Höfum skoðað hvað við þurfum að gera varnarlega og hvað aðrar þjóðir eru að gera varnarlega, til að vita hverju við erum að fara mæta.“ Eins og ég held að flest viti erum við að spila á móti mjög sterkum þjóðum. Undirbúningurinn er hafinn á mörgum sviðum en mest hvað varðar hugmyndirnar sem við ætlum að byggja á. Hefur ekki séð viðtalið sem Kristófer fór í Craig var spurður út í viðtalið sem Kristófer Acox fór í um liðna helgi. „Ég hef ekki séð það. Við erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum svo ég hef í raun ekkert sérstaklega að segja um Kristófer. Við þurfum að halda þessari einbeitingu til að geta spilað eins vel og við mögulega getum.“ „Erum að reyna halda þeim fókus og athygli okkar á vellinum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur ef við ætlum okkur að spila eins vel og við mögulega getum á EM. Það verður mjög erfitt gegn þjóðunum sem við erum að mæta. Við þurfum allan þann fókus og einbeitingu til að spila sem best.“ „Það getur verið margt sem truflar utan vallar og við erum að reyna halda því í lágmarki.“ Að endingu var Craig spurður um endurkomu Íslands á EM. Hversu gaman er að snúa þangað aftur? „Gríðarlega. Ég hef séð ummæli á vefsíðu FIBA að við vorum í mjög sterkum riðli og að komast á mótið með því að vinna Ítalíu og Tyrkland hafi verið mjög tilkomumikið.“ „Því meira sem ég hugsa um það þá er sigurinn á Ítalíu ytra enn ótrúlegt afrek. Vonandi náum við að byggja ofan á þetta. Það mun hjálpa okkur að spila eins vel og við mögulega getum á EM. Þetta er mjög spennandi.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira
EM karla í körfubolta, EuroBasket 2025, hefst þann 27. ágúst næstkomandi. Ísland er í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu, Póllandi, Belgíu og Ísrael. Íslenska liðið hefur nú þegar hafið undirbúning sinn fyrir mótið og ræddi Valur Páll Eiríksson við Craig um stöðu mála. Hvernig hafa æfingarnar verið? „Við höfum náð fjórum æfingum og í raun hefur hver æfing verið betri en sú síðasta. Tenging leikmanna er að aukast mjög hratt. Það eru nokkrir nýir leikmenn í æfingahópnum, þeim gengur betur og betur. Hafa nú þegar myndað góð tengsl með hinum leikmönnunum svo það gengur vel.“ Það hefur þegar verið skorið niður í hópnum? „Við erum 17 núna eftir að minnka hópinn um þrjá leikmenn. Við megum velja 14 sem fara til Ítalíu en við höfum ekki minnkað hópinn enn svo þeir leikmenn verða áfram með okkur. Erum því 17 sem stendur.“ Er höfuðverkur að velja leikmannahópinn? „Mjög svo. Það er mjög jákvætt vandamál, að hafa svo marga leikmenn sem eru nálægt en þetta er virkilega erfitt. Við erum þegar farnir að tapa svefni yfir þessu því það verða ósáttir leikmenn en eins og ég sagði, það er gott að hafa slíkan hóp að velja úr.“ Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Orri Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Ágúst Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Snær Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Guðmundur Þorbjarnarson – KR – 29 Klippa: Craig ekki séð viðtalið við Kristófer: „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Spennan farin að magnast upp? „Það eru enn fjórar vikur í fyrsta leik en við erum mjög einbeittir nú þegar. Leikmennirnir eru að vinna sína vinnu bæði innan vallar sem utan. Það er að æfa vel, hugsa vel um sig og halda einbeitingu. Við þurfum bara að undirbúa okkur eins vel og hægt er svo það verði engin eftirsjá hvað það varðar.“ Mario Matasovic hefur ekki verið með hópnum þrátt fyrir að hafa fengið ríkisborgararétt. „Þessar aðstæður, að leikmenn væru að fá íslensk vegabréf, komu svo seint upp að hann er í fríi Króatíu og hann gat ekki látið það ganga upp að koma til Íslands á þessum tímapunkti. Sem er skiljanlegt.“ Friðrik Leó Curtis er sömuleiðis ekki með hópnum. „Hann hefur verið á Evrópumóti U-20 ára liða og stóð sig frábærlega. Við buðum honum hingað en hann ákvað að það væri best fyrir hann að fara til Nebraska þar sem hann er í háskóla og undirbúa sig fyrir næsta tímabil. Hann fór í síðustu viku svo hann hefur ekki verið að æfa með liðinu.“ Er einhver sérstakur fókus á æfingum þegar það styttist í mót? „Til að byrja með erum við að reyna komast á sömu blaðsíðu varðandi leikkerfinu og hugmyndafræðina sem við erum að vinna með. Höfum skoðað hvað við þurfum að gera varnarlega og hvað aðrar þjóðir eru að gera varnarlega, til að vita hverju við erum að fara mæta.“ Eins og ég held að flest viti erum við að spila á móti mjög sterkum þjóðum. Undirbúningurinn er hafinn á mörgum sviðum en mest hvað varðar hugmyndirnar sem við ætlum að byggja á. Hefur ekki séð viðtalið sem Kristófer fór í Craig var spurður út í viðtalið sem Kristófer Acox fór í um liðna helgi. „Ég hef ekki séð það. Við erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum svo ég hef í raun ekkert sérstaklega að segja um Kristófer. Við þurfum að halda þessari einbeitingu til að geta spilað eins vel og við mögulega getum.“ „Erum að reyna halda þeim fókus og athygli okkar á vellinum. Það er nauðsynlegt fyrir okkur ef við ætlum okkur að spila eins vel og við mögulega getum á EM. Það verður mjög erfitt gegn þjóðunum sem við erum að mæta. Við þurfum allan þann fókus og einbeitingu til að spila sem best.“ „Það getur verið margt sem truflar utan vallar og við erum að reyna halda því í lágmarki.“ Að endingu var Craig spurður um endurkomu Íslands á EM. Hversu gaman er að snúa þangað aftur? „Gríðarlega. Ég hef séð ummæli á vefsíðu FIBA að við vorum í mjög sterkum riðli og að komast á mótið með því að vinna Ítalíu og Tyrkland hafi verið mjög tilkomumikið.“ „Því meira sem ég hugsa um það þá er sigurinn á Ítalíu ytra enn ótrúlegt afrek. Vonandi náum við að byggja ofan á þetta. Það mun hjálpa okkur að spila eins vel og við mögulega getum á EM. Þetta er mjög spennandi.“ Viðtalið í heild má sjá í spilaranum ofar í fréttinni.
Körfubolti Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80 | Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Sjá meira