Innlent

Öku­maður stöðvaður og kærður fyrir fjöl­mörg umferðalagabrot

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Ökumaðurinn var á ferð um Breiðholtið.
Ökumaðurinn var á ferð um Breiðholtið. Vísir/Vilhelm

Ökumanni var veitt eftirför í Breiðholti í dag og hann kærður fyrir fjölmörg umferðarlagabrot.

Þetta kemur fram í dagbók Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem helstu verkefni lögreglu eru reifuð. Tveir gista nú í fangageymslu. 

Lögreglu barst tilkynning um innbrot og þjófnað í skrifstofu í hverfi 105 þar sem tveimur tölvum, heyrnatólum ásamt fleiru vra stolið. Málið er til rannsóknar en ekki liggur fyrir hver gerandinn er.  

Fjöldi ökumanna var á stöðvaður af lögreglu. Einn þeirra, sem var undir stýri í hverfi 105, var grunaður um að keyra undir áhrifum áfengis en var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku. Annar var stöðvaður í hverfi 210 og bifreið hans boðuð í skoðun vegna ólöglegrar filmu í rúðum bílsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×