Innlent

Engin nóróveira í Laugar­vatni

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
22 keppendur í þríþraut tilkynntu um veikindi eftir viðburðinn.
22 keppendur í þríþraut tilkynntu um veikindi eftir viðburðinn. Vísir/Vilhelm

Engin nóróveira greindist í sýnum sem tekin voru úr Laugarvatni. Keppendur í þríþraut í Laugarvatni í upphafi mánaðarins fengu margir magapest eftir viðburðinn og alls tilkynntu 22 veikindi til sóttvarnalæknis eftir keppnina.

Síðar kom í ljós að um nóróveiru væri að ræða en Sigrún Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir að líklegast hafi verið um umgangspest að ræða.

Sigrún Guðmundsdóttir segir að embætti sóttvarnalæknis vinni enn að skýrslu um málið en að hún birtist fljótlega. Það séu gleðifréttir að nóróveira hafi ekki greinst í sýnum úr vatninu. Veiran geti þó hafa smitast keppenda á milli í vatninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×