Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Agnar Már Másson skrifar 30. júlí 2025 14:58 Fréttastofa ræddi við suma af þekktustu spámönnum landsins og spurði þá út í veðrið. Vísir/Samsett Veðurstofan hefur spáð leiðindaveðri víða um landið um verslunarmannahelgina, ekki síst á Þjóðhátíð í Eyjum. Fréttastofa leitaði á náðir spámanna og miðla sem bjóða sumir betur. Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land. Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira
Veðurspáin er ansi blaut fyrir mestu ferðahelgi ársins, verslunarmannahelgina, þar sem fólk er á flakki landshluta á milli. Vindhraði gæti náð allt að 22 metrum á sekúndu á laugardagsmorgun í Vestmannaeyjum, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Siggi Stormur spáði roki og rigningu um allt land á laugardag og segir óvitlaust að gera pollagalla að inngönguskilyrði inn í Herjólfsdal. Einar Sveinbjörnsson spáir því reyndar að það rætist örlítið úr rigningunni. En hvað segja spámenn? Sigga kling spáir plokkfisk Sigga Kling, ein ástsælasta spákona landsins, segir við fréttastofu að eldgosið sem hófst á Reykjanesskaga í mánuðinum hafi verið forboði þess leiðindaveðurs um helgina. „Eldgosið er að gera þetta vesen,“ segir hún. „Það verður hlýtt og það verða allir í stuði en það má búast við að það sé raki víðs vegar,“ segir Sigga. „En það kemur pínu sól.“ Sigga Kling, ein þekktasta spákona landsins. Í raun megi búast við sitt lítið af hverju. „Þetta verður eins og góður plokkfiskur, með bernaise og lauk og öllu,“ segir hún, „bara samansafn af verði.“ Gott veður fáist þó aðeins ef Íslendingar biðji hin andlegu öfl fallega. Valgerður Bachmann býst við besta veðrinu fyrir norðan Valgerður Bachmann, skyggn sem kveðst hafa starfað í andlegum málefnum í rúman áratug, segir við fréttastofu að það verði sól í eyjum en engin útlandastemning. „Það verður sól en ekki svo mikil sól að við fáum einhvern Tenerife-fíling,“ segir hún. „Það sést í sól.“ Valgerður Bachmann, spákona og miðill. Samkvæmt hennar spá verða Íslendingar þó ekki lausir við vætu þessa helgina. Annars staðar á landinu býst hún við rigningu en besta veðrinu fyrir norðan. „Það verður léttara veður á Akureyri,“ kemst hún að orði. Hún spáir þó hörkustemningu víða á landinu. „Íslendingar hafa aldrei látið veðrið stoppa sig,“ segir Valgerður. Ellý Ármanns spáir sólarvörn Spár Ellýjar Ármannsdóttur hafa farið sem eldur um sinu netheima síðustu vikur. Með hjálp pinnanna sinna spáði hún því fyrir mánuði að nauðsynlegt yrði að bera á sig sólarvörn á Þjóðhátíð í Eyjum um helgina. Fyrr hafði hún — eða pinnarnir — spáð góðu veðri. View this post on Instagram A post shared by €llý Ármann$ (@ellyarmannsdottir) Fréttastofa hefur reynt að ná tali af Ellýju í dag til að athuga hvort hún hafi uppfært spá sína en hún hefur ekki svarað símtölum blaðamanns. Stjörnufræðingurinn yrkir Þá leitaði blaðamaður til stjörnufræðingsins Gunnlaugs Guðmundssonar sem hefur áratugum saman gert stjörnukort fyrir fólk. Gunnlaugur Guðmundsson. Hann hafði ekki mikið um veðrið að segja en hafði þó ort ljóð um veðrið í sumar sem hann deildi með blaðamanni. Það hljóðar svo: Tenerife, eyja fyrir sunnan, í sól, heit og þægileg Ísland, eyja fyrir norðan, í rigningu, köld og kraftmikil Burtséð frá veðrinu telur Gunnlaugur að Íslendingar komi til með að skemmta sér þó að það rigni. Og að sama skapi, burtséð frá áliti spámanna, mælir fréttastofa með því að lesa vandlega yfir veðurspár Veðurstofu Íslands eða annarra sérfræðinga áður en haldið er út á land.
Veður Þjóðhátíð í Eyjum Verslunarmannahelgin Mest lesið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Lífið Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Fleiri fréttir Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Sjá meira