Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 30. júlí 2025 16:43 Framkævmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Landeigendur við Þjórsá hafa lagt fram stöðvunarkröfu á framkvæmdir við Hvammsvirkjun til úrskurðarnefndar umhverfismála. Þeir krefjast þess að virkjanaframkvæmdirnar verði stöðvaðar án tafar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni. Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Landvernd. Þar segir að krafan hafi verið afhent í fyrradag en aðilar máls hefðu haft til hádegis í dag til að skila inn gögnum. Hæstiréttur staðfesti nýverið ógildingu virkjunarleyfis Hvammsvirkjunar vegna ágalla á þeim lögum sem giltu þegar leyfið var veitt. Áður en Hæstiréttur kvað upp dóm sinn hafði umhverfis, orku og loftslagsráðherra breytt lögunum. Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landverndar segir að fyrir liggi að hreinar og beinar virkjanaframkvæmdir hafi staðið yfir í marga mánuði þótt leyfið hafi verið dæmt ólöglegt. Vakin er athygli á umfjöllun Morgunblaðsins um framkvæmdirnar í dag, en þar er vakin athygli á kraftmiklum framkvæmdum við undirbúning virkjunarinnar. „Að virkja áfram, þegar leyfi hefur verið fellt í Hæstarétti, er afar hættulegt fordæmi vegna allra stórframkvæmda sem eru í undirbúningi í landinu. Slíkt framferði ógnar bæði náttúrunni og lýðræðinu. Mörg náttúruverndarsamtök og samtök til verndar laxastofninum hafa lýst og lýsa áfram fullum stuðningi við baráttuna við Þjórsá. Náttúruvernd er mannréttindi. Krafa kærenda er viðlögð,“ segir í tilkynningunni.
Deilur um Hvammsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Vatnsaflsvirkjanir Tengdar fréttir Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29 Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23 „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Davíð hafi lagt Golíat Náttúruverndarsamtök fagna niðurstöðu Hæstaréttar sem staðfesti í dag niðurstöðu Héraðsdóms og felldi endanlega úr gildi virkjanaleyfi fyrir Hvammsvirkjun, í máli sem landeigendur við Þjórsá höfðuðu gegn ríkinu og Landsvirkjun. Þau segja Davíð hafa lagt Golíat. 9. júlí 2025 16:29
Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. 9. júlí 2025 13:23
„Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir augljóst að leyfi fyrir Hvammsvirkjun fáist þegar sótt verður um það aftur. Hæstiréttur hafnaði Hvammsvirkjun í dag en dómurinn byggði á lögum sem nú hefur verið breytt. 9. júlí 2025 17:47