„Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. júlí 2025 18:08 Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, (t.v.) sparar ekki stóru orðin í gagnrýni sinni á umfjöllun Heimildarinnar og Ingibjargar Daggar Kjartansdóttur (t.h.) um íslenska ferðaþjónustu. Stöð 2/Aðsend Fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir Heimildina stunda „einhliða og einstaklega rætna herferð“ gegn íslenskri ferðaþjónustu og þeim sem reka ferðaþjónustufyrirtæki. Um sé að ræða lélega blaðamennsku sem byggi á upphrópunum, smellibeitu og „djúpstæðu hatri á atvinnulífinu“. Nýjasta tölublað Heimildarinnar, sem kom út föstudaginn 25. júlí, er tileinkað áhrifum ferðaþjónustu á Ísland og á forsíðunni er stór umfjöllun um Vík í Mýrdal sem ber fyrirsögnina „Ferðamannalandið Ísland: Sáu ferðamenn í fyrsta sinn sem plágu“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, ræddi síðan um umfjöllunina á Bylgjunni í gær þar sem kom fram að rotþróin í Vík í Mýrdal réði ekki við ferðamannafjöldann og því lægi saurlykt yfir bænum. Umfjöllunin hefur vakið töluverða athygli, ekki síst hjá fulltrúum ferðaþjónustunnar sem finnst að sér vegið. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2018 til 2024, er manna óánægðust og gagnrýndi umfjöllunina harðlega í Facebook-færslu í dag. „Veftímaritið Heimildin stundar nú stórfurðulega, einhliða og einstaklega rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu og fólkinu sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein og maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hver sé tilgangurinn, undan hvaða rótum hún er runnin og hvaða gagn hún á að gera,“ skrifar Bjarnheiður í færslunni. Stuðlan samfélagslegrar sáttar sé ekki það sem reki starfsmenn Heimildarinnar áfram heldur „að etja ferðaþjónustunni og þjóðinni saman, ala á óvild og öfund, búa til tortryggni og það á einstaklega ósmekklegan hátt,“ skrifar hún einnig. Öfgafull jaðartilfelli séu tekin fyrir „Heimildin velur í umfjöllun sinni dæmi sem eru líkleg til að hreyfa við tilfinningum fólks og reita það til reiði og fjallar oftast um jaðartilfelli - öfgafull tilfelli sem eiga sjaldnast við,“ segir Bjarnheiður og nefnir sem dæmi að Vík í Mýrdal sé þungamiðja herferðar Heimildinnar gegn ferðaþjónustu. „Þorp sem fyrir örfáum árum var deyjandi byggðarlag, en hefur náð vopnum sínum svo um munar eftir uppgang ferðaþjónustunnar. Skatttekjur Víkur í Mýrdal af ferðaþjónustu á árinu 2024 voru um það bil hálfur milljarður króna. Ég veit fyrir víst að mörg sveitarfélög myndu gjarnan vilja vera í sporum Víkur í Mýrdal,“ skrifar Bjarnheiður. Heimildin kasti sér á að það sem er neikvætt og fái „aðfluttan íbúa til að kvarta yfir aðfluttum íbúum“ sem sé einstakleg pínlegt að mati Bjarnheiðar. „Heimildin kallaði sömuleiðis fram hneykslan einhverra þegar hún fjallaði með miklum tilþrifum og myndbirtingum um að ferðamenn hefðu ruðst með látum inn í jarðarför í kirkjunni í Vík í Mýrdal. Það er vissulega ekki hægt að mæla því bót - en auðvitað tiltölulega einfalt að koma í veg fyrir, eins og gert er í kirkjum um allan heim, þegar þær eru lokaðar almennri umferð,“ skrifar Bjarnheiður. Hún nefnir einnig umfjöllun um ferðamenn sem hafa verið til vandræða í Hallgrímskirkju sem birtist reyndar í kvöldfréttum Sýnar og síðan á Vísi. „Þar var kirkjuhaldari dreginn upp á dekk og látinn segja frá ferðamönnum, sem ekki fara eftir fyrirmælum og troða sér jafnvel inn í útfarir. Þessi sama kirkja hefur um 300 milljónir í tekjur af ferðamönnum á ári og ætti að vera í lófa lagið að halda fólki í burtu, þegar það á við,“ skrifar Bjarnheiður. „Léleg blaðamennska“ sem virðist byggja á „djúpstæðu hatri“ á atvinnulífinu Bjarnheiður segir Heimildina hafa leitað fanga víða til að byggja undir vafasaman málflutning. „Hún nafgreinir meðal annars fólk sem hefur haslað sér völl í ferðaþjónustu til að gera það tortyggilegt, elur á hugmyndum um gróðastarfsemi sem þekkir engin mörk, launaþjófnaði, illa meðferð á starfsfólki (sérstaklega erlendu auðvitað) og kyrjar fleiri kunnugleg stef, sem ferðaþjónustan í heild þarf að sitja undir ár eftir ár,“ skrifar hún. „Heimildin telur sig örugglega vera að stunda stórkostlega rannsóknarblaðamennsku þegar akkúrat hið gagnstæða á við. Léleg blaðamennska, byggð á upphrópunum, smellabeitum og að því er virðist djúpstæðu hatri á atvinnulífinu,“ skrifar hún að lokum. Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Bjarnheiður væri núverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem er ekki rétt. Pétur Óskarsson er það en hann tók við formennsku samtakanna í fyrra eftir sex ára formennsku Bjarnheiðar. Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. 30. júlí 2025 17:39 Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. 29. júlí 2025 12:00 „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. 28. júlí 2025 23:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Nýjasta tölublað Heimildarinnar, sem kom út föstudaginn 25. júlí, er tileinkað áhrifum ferðaþjónustu á Ísland og á forsíðunni er stór umfjöllun um Vík í Mýrdal sem ber fyrirsögnina „Ferðamannalandið Ísland: Sáu ferðamenn í fyrsta sinn sem plágu“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, ræddi síðan um umfjöllunina á Bylgjunni í gær þar sem kom fram að rotþróin í Vík í Mýrdal réði ekki við ferðamannafjöldann og því lægi saurlykt yfir bænum. Umfjöllunin hefur vakið töluverða athygli, ekki síst hjá fulltrúum ferðaþjónustunnar sem finnst að sér vegið. Bjarnheiður Hallsdóttir, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Katla DMI og formaður Samtaka ferðaþjónustunnar frá 2018 til 2024, er manna óánægðust og gagnrýndi umfjöllunina harðlega í Facebook-færslu í dag. „Veftímaritið Heimildin stundar nú stórfurðulega, einhliða og einstaklega rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu og fólkinu sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein og maður kemst ekki hjá því að velta því fyrir sér hver sé tilgangurinn, undan hvaða rótum hún er runnin og hvaða gagn hún á að gera,“ skrifar Bjarnheiður í færslunni. Stuðlan samfélagslegrar sáttar sé ekki það sem reki starfsmenn Heimildarinnar áfram heldur „að etja ferðaþjónustunni og þjóðinni saman, ala á óvild og öfund, búa til tortryggni og það á einstaklega ósmekklegan hátt,“ skrifar hún einnig. Öfgafull jaðartilfelli séu tekin fyrir „Heimildin velur í umfjöllun sinni dæmi sem eru líkleg til að hreyfa við tilfinningum fólks og reita það til reiði og fjallar oftast um jaðartilfelli - öfgafull tilfelli sem eiga sjaldnast við,“ segir Bjarnheiður og nefnir sem dæmi að Vík í Mýrdal sé þungamiðja herferðar Heimildinnar gegn ferðaþjónustu. „Þorp sem fyrir örfáum árum var deyjandi byggðarlag, en hefur náð vopnum sínum svo um munar eftir uppgang ferðaþjónustunnar. Skatttekjur Víkur í Mýrdal af ferðaþjónustu á árinu 2024 voru um það bil hálfur milljarður króna. Ég veit fyrir víst að mörg sveitarfélög myndu gjarnan vilja vera í sporum Víkur í Mýrdal,“ skrifar Bjarnheiður. Heimildin kasti sér á að það sem er neikvætt og fái „aðfluttan íbúa til að kvarta yfir aðfluttum íbúum“ sem sé einstakleg pínlegt að mati Bjarnheiðar. „Heimildin kallaði sömuleiðis fram hneykslan einhverra þegar hún fjallaði með miklum tilþrifum og myndbirtingum um að ferðamenn hefðu ruðst með látum inn í jarðarför í kirkjunni í Vík í Mýrdal. Það er vissulega ekki hægt að mæla því bót - en auðvitað tiltölulega einfalt að koma í veg fyrir, eins og gert er í kirkjum um allan heim, þegar þær eru lokaðar almennri umferð,“ skrifar Bjarnheiður. Hún nefnir einnig umfjöllun um ferðamenn sem hafa verið til vandræða í Hallgrímskirkju sem birtist reyndar í kvöldfréttum Sýnar og síðan á Vísi. „Þar var kirkjuhaldari dreginn upp á dekk og látinn segja frá ferðamönnum, sem ekki fara eftir fyrirmælum og troða sér jafnvel inn í útfarir. Þessi sama kirkja hefur um 300 milljónir í tekjur af ferðamönnum á ári og ætti að vera í lófa lagið að halda fólki í burtu, þegar það á við,“ skrifar Bjarnheiður. „Léleg blaðamennska“ sem virðist byggja á „djúpstæðu hatri“ á atvinnulífinu Bjarnheiður segir Heimildina hafa leitað fanga víða til að byggja undir vafasaman málflutning. „Hún nafgreinir meðal annars fólk sem hefur haslað sér völl í ferðaþjónustu til að gera það tortyggilegt, elur á hugmyndum um gróðastarfsemi sem þekkir engin mörk, launaþjófnaði, illa meðferð á starfsfólki (sérstaklega erlendu auðvitað) og kyrjar fleiri kunnugleg stef, sem ferðaþjónustan í heild þarf að sitja undir ár eftir ár,“ skrifar hún. „Heimildin telur sig örugglega vera að stunda stórkostlega rannsóknarblaðamennsku þegar akkúrat hið gagnstæða á við. Léleg blaðamennska, byggð á upphrópunum, smellabeitum og að því er virðist djúpstæðu hatri á atvinnulífinu,“ skrifar hún að lokum. Uppfært: Upphaflega stóð í fréttinni að Bjarnheiður væri núverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar sem er ekki rétt. Pétur Óskarsson er það en hann tók við formennsku samtakanna í fyrra eftir sex ára formennsku Bjarnheiðar.
Ferðaþjónusta Fjölmiðlar Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. 30. júlí 2025 17:39 Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. 29. júlí 2025 12:00 „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. 28. júlí 2025 23:18 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Aðstoðaði mann sem festi tvo bíla á hálendinu Leiðsögumaðurinn Grétar Örn Bragason rambaði á tvo fasta bíla á Mælifellssandi fyrr í vikunni. Einn maður reyndist eigandi beggja bílanna en hann hafði snúið aftur til að losa bíl sem hann hafði fest deginum áður. Óvenjulegt sé að svo miklir vatnavextir séu á veginum líkt og nú. 30. júlí 2025 17:39
Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Komið hefur fyrir að erlendir ferðamenn taki ljósmyndir af syrgjandi aðstandendum á meðan þeir sækja jarðarfarir í Víkurkirkju. Gríðarlegar vinsældir kirkjunnar á samfélagsmiðlum hafa haft í för með sér aukna ágengni ferðafólks. Sóknarprestur segir ferðamennina upp til hópa hegða sér vel en björgunarsveitir eru nýttar til að loka aðgengi að kirkjunni á meðan jarðarfarir fara þar fram. 29. júlí 2025 12:00
„Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Ferðamenn sem ganga að eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hafa almennt hagað sér vel, þrátt fyrir að einhverjir þeirra eigi það til að ganga út á hraunið, sem landeigandi segir stórhættulegt. Þá eru dæmi um utanvegaakstur á svæðinu. 28. júlí 2025 23:18