Körfubolti

Semple til Grinda­víkur

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mun spila í gulu á komandi leiktíð.
Mun spila í gulu á komandi leiktíð. Vísir/Bára Dröfn

Grindavík hefur samið við franska framherjann Jordan Semple um að leika með liðinu í Bónus-deild karla í vetur. Semple hefur leikið hér á landi síðan árið 2021.

Frá þessu greinir Grindavík á samfélagsmiðlum sínum. Semple kemur til Grindavíkur frá Þór Þorlákshöfn en þar áður lék hann með KR og ÍR.

Á þeim fjórum tímabilum sem hann hefur leikið á Íslandi hefur hann skilað um 17 stigum og 10 fráköstum að meðaltal í leik. Einnig hefur hann að meðaltali stolið tveimur boltum og varið tvö skot í leik.

Grindavík mætir Njarðvík í 1. umferð Bónus deildarinnar þann 2. október næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×