Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar 31. júlí 2025 11:00 Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður oftast vart ofan við 2.500 til 2.800 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins. Á tindi fjallsins eru aðstæður líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru meðal fyrstu merki hæðarveiki. Léleg áttun og t.d. hrygla og loks lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er áfram ögrað um of. Ef fjallafari klífur fjall og hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á hæstu flugvöllum heims) nær viðkomandi ekki nauðsynlegri aðlögun að aukinni landhæð. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn bregst m.a. við með því að fjölga rauðum blóðkornum og öndun (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að viðhalda og efla súrefnisupptöku. Ekki er talið umtalsvert unnt að auka meðfædda hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er öllum nauðsynlegt í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á lægri stöðum (3.000-4.500 m) í eina eða tvær vikur á undan háfjallaferð og með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, t.d. í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallaferð sé ekki liður í keppni. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli á borð við þau að stöðug inntaka glákulyfsins diamox vegna ferðar á Kilimanjaro jafngildi fyrirfram inntöku malaríulyfs í Afríkuferð duga skammt. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir allt of algengt smit langvinns og hættulegs sjúkdóms. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox eða önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn, drekka nægilega mikið og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast ekki, verða að sættast við þá staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi „lyfseðillinn“, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota fleiri daga til að hækka sig en sofa neðar (stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku). Vinsæl háfjöll, 5000 til 7.000 metra há, eiga ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð, ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man. Fyrir Kilimanjaró eru sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Fjallaferðir eru dægradvöl flestra sem leggja á brattann. Fyrirbyggjandi lyfjanotkun er þar í röngu sæti. Höfundur er áhugamaður um fjallamennsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Fjallamennska Nepal Mest lesið Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Sjá meira
Hæðarveiki er ekki sjúkdómur. Hennar verður oftast vart ofan við 2.500 til 2.800 metra hæð yfir sjó. Dæmi: Í 5.895 m hæð á Kilimanjaro hefur hlutþrýstingur súrefnis lækkað nánast um helming miðað við 21% efnishlutdeild súrefnis í hverjum rúmmetra andrúmsloftsins. Á tindi fjallsins eru aðstæður líkar því að 10,1% af andrúmslofti við sjávarmál væri aðgengilegt súrefni. Á Everest (8.848m) er talan 6,9%. Höfuðverkur og ógleði eru meðal fyrstu merki hæðarveiki. Léleg áttun og t.d. hrygla og loks lungna- og heilabjúgur taka við ef líkamanum er áfram ögrað um of. Ef fjallafari klífur fjall og hratt eða ferðalangur kemur fyrirvaralítið til staðar vel yfir hæðarveikismörkum (t.d. á hæstu flugvöllum heims) nær viðkomandi ekki nauðsynlegri aðlögun að aukinni landhæð. Hæðarveiki er misalvarlegt varnaðarviðbragð líkamans við ytri aðstæðum. Hver einstaklingur hefur í grunninn meðfædda hæfileika til hæðaraðlögunar. Líkaminn bregst m.a. við með því að fjölga rauðum blóðkornum og öndun (tíðni og dýpt) breytist með hæðinni. Hann mætir lækkandi hlutþrýstingi súrefnis í lofti með því reyna að viðhalda og efla súrefnisupptöku. Ekki er talið umtalsvert unnt að auka meðfædda hæfni til hæðarþols með þjálfun en gott þrek er öllum nauðsynlegt í háfjallamennsku. Svo er unnt að hefja hæðaraðlögun á lægri stöðum (3.000-4.500 m) í eina eða tvær vikur á undan háfjallaferð og með göngum á hærri fjöll, undir hæð lokatindsins á sömu slóðum og hann er. Ég hef lagst gegn almennri og umdeildri notkun lyfja til að reyna að fyrirbyggja hæðarveiki, en ekki gegn meðhöndlun hennar með lyfjum eða notkun við aðstæður þar sem menn neyðast til að flýta sér. Hef sett fyrirbyggjandi eða þolaukandi lyfjanotkun í fjallamennsku á hillu með lyfjamisnotkun, doping, t.d. í hjólreiðakeppni. Ég tel engu breyta þótt fjallaferð sé ekki liður í keppni. Andstaða við þá skoðun er algeng og veldur deilum. Mótmæli á borð við þau að stöðug inntaka glákulyfsins diamox vegna ferðar á Kilimanjaro jafngildi fyrirfram inntöku malaríulyfs í Afríkuferð duga skammt. Í öðru tilvikinu er lyf tekið inn við eðlilegum og einstaklingsbundnum viðbrögðum líkamans við aukinni hæð og í raun ekki vitað hvað gerast myndi án þess. Viðkomandi gæti komist af án lyfsins, ef skynsamlega er haldið á spilum. Þá fengi líkaminn að venjast hæð á þann eðlilega hátt sem þessi einstaklingur hefur líffræðilega hæfni til. Í síðara tilvikinu er verið að koma í veg fyrir allt of algengt smit langvinns og hættulegs sjúkdóms. Notkun diamox fylgja aukaverkanir á borð við tíð þvaglát sem trufla bráðnauðsynlegan svefn. Diamox tryggir neytandann ekki örugglega gegn hæðarveiki. Notandinn tekur leynda áhættu. Innbyrði fjallamaður stöðugt diamox eða önnur fyrirbyggjandi lyf, jafnvel samhliða (t.d. dexametason, með mörgum þekktum hliðarverkunum, eða nifedipin), en verður engu að síður hæðarveikur, geta sömu lyf ekki hjálpað honum á ögurstundu. Minni hraði og lengri leiðangurstími eru bestu "lyfin" í fjallamennsku þar til, og ef, háfjallaveiki gerir vart við sig. Í miklum meirihluta lyflausra tilvika gengur allt eins og vera ber vegna þess að menn hlusta á líkama sinn, drekka nægilega mikið og bregðast við með tímabundinni lækkun í hæð og hvíld. Þeir einstaklingar sem eiga mjög erfitt með að aðlagast hæð, eða aðlagast ekki, verða að sættast við þá staðreynd. Góð mótvægisaðgerð, nothæfasti, fyrirbyggjandi „lyfseðillinn“, er einfaldlega sá að hægja og lengja ferðina, stytta hæðaráfanga og nota fleiri daga til að hækka sig en sofa neðar (stundum nefnd jó-jó tækni eða “go high – sleep low” á ensku). Vinsæl háfjöll, 5000 til 7.000 metra há, eiga ekki skilið lyfjanotkun fremur en áfangi í Vasa-göngunni í Svíþjóð, ferð á Mont Blanc eða þátttaka í Iron Man. Fyrir Kilimanjaró eru sjö til níu dagar heppilegur tími til uppgöngu, komi ferðalangurinn beint af láglendi. Fyrir Mont Blanc þarf fimm til sjö daga að meðtöldum ferðum á lægri fjöll. Fjallaferðir eru dægradvöl flestra sem leggja á brattann. Fyrirbyggjandi lyfjanotkun er þar í röngu sæti. Höfundur er áhugamaður um fjallamennsku.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar