Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 31. júlí 2025 13:00 Jenný Kristín Valberg segir ljóst að tíðni ofbeldis gegn eldri borgurum sé mun meira en gögn bendi til. Vísir/Ívar Fannar Alvarlegt ofbeldi gegn eldri borgurum af hálfu ættingja þeirra eru meðal þess heimilisofbeldis sem hvað erfiðast er að varpa ljósi á. Þetta segir teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð. Greint var frá því í gær að maður á áttræðisaldri sem lést í apríl eftir hrottafengið ofbeldi af hálfu dóttur sinnar hafi ítrekað leitað læknisaðstoðar vegna ofbeldisins mánuði fyrir árásina. Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Lögreglumál Heimilisofbeldi Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Í kvöldfréttum Sýnar í gær kom fram að kona sem ákærð er fyrir að verða föður sínum að bana og gera tilraun til að bana móður sinni sé sökuð um að hafa mánuðina á undan beitt þau margsinnis ofbeldi. Fram kom að Neyðarlínunni hafi borist símtal að morgni föstudagsins 11. apríl frá heimilinu í Súlunesi í Garðabæ. Þar hafði hinn 80 ára gamli faðir misst meðvitund að loknu margra klukkutíma löngu ofbeldi dóttur sinnar. Samkvæmt ákæru þurfti maðurinn að leita sér læknisaðstoðar í vel á annan tug skipta mánuðina fyrir árásina og þá var eiginkona hans jafnframt fastagestur á læknastofum af sömu ástæðu. Auk þess þurfti faðirinn nokkrum dögum fyrir árásina að leggjast inn á spítala í tvo daga vegna sára sökum árásar dótturinnar. Jenný Kristín Valberg teymisstjóri hjá Bjarkarhlíð segir slíkt heimilisofbeldi gegn eldri borgurum vera það ofbeldi sem erfiðast er að varpa ljósi á. „Bæði innlendar og erlendar rannsóknir sýna að það er miklu meira um þessi brot heldur en þær tilkynningar sem verða og erlend rannsókn sem ég fletti upp núna segir að það sé talið að einn af hverjum sex einstaklingum eldri en sextíu ára hafa orðið fyrir einhverskonar ofbeldi einhvern tímann á lífsleiðinni og fólk sem er eldra en sextíu ára er líklegra að verða fyrir ofbeldi af hendi skyldra eða tengdra aðila.“ Ólík viðhorf Eldri brotaþolar séu líklegri til að búa með gerendum sínum og ólíklegri til að fara frá þeim þar sem þeir þurfi að treysta á þá varðandi umönnun og annað. Jenný segir mikilvægt að heilbrigðisstarfsfólk sé duglegt að spyrja möguleg fórnarlömb heimilisofbeldis spurninga og vera tilbúin til að hlusta og veita ráðgjöf. Ýmsar ástæður séu fyrir því að foreldrar greini ekki frá ofbeldi barna sinna. „Svo er auðvitað viðhorf, hvað er ofbeldi? Það eru mismunandi skilgreiningar á milli kynslóða hvað er ofbeldi og auðvitað skömm. Svo er mjög erfitt ef til dæmis börn eru gerendur, uppkomin börn þolenda, að þolendur upplifa skömm; já þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“
Lögreglumál Heimilisofbeldi Rannsókn á andláti í Garðabæ Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira