Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 31. júlí 2025 14:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, og Greg Abbott, ríkisstjóri Texas. Getty/Chip Somodevilla Ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í Texas í Bandaríkjunum opinberuðu í gærkvöldi drög að nýjum kjördæmum í ríkinu. Þessum nýju kjördæmum er ætlað að þynna út kjördæmi þar sem Demókratar hafa verið kjörnir og ná þannig fimm þingsætum af Demókrataflokknum fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Sjá meira
Drögin voru teiknuð upp að beiðni Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, sem vill að gripið verði til sambærilegra aðgerða í öðrum ríkjum þar sem Repúblikanar halda í stjórnartaumanna. Meðal þeirra ríkja eru Missouri og Indiana. Með þessu vill forsetinn, samkvæmt AP fréttaveitunni, tryggja Repúblikanaflokknum áfram meirihluta í fulltrúadeildinni, sem er mjög naumur. Repúblikanar vonast til að samþykkja drögin á sérstökum þrjátíu daga þingfundi sem Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, boðaði á dögunum. Við venjulegar kringumstæður er kjördæmum breytt á um tíu ára fresti, í kjölfar reglulegs manntals í Bandaríkjunum. Þá er 435 þingsætum í fulltrúadeildinni deilt á ríki í hlutfalli við íbúafjölda. Það að breyta kjördæmum með þessum hætti, í hag annars flokksins í Bandaríkjunum, kallast á „Gerrymandering“ á ensku. Nýju drögin skera helstu borgir Texas, þar sem bróðurpartur íbúa ríkisins búa niður meðal stærri og dreifbýlli kjördæma og útþynna þannig atkvæði íbúa borganna. Í einu tilfelli yrði lítil sneið af Austin tengd við bæinn Odessa, sem er í 547 kílómetra fjarlægð frá Austin. Hér má sjá stutt útskýringarmyndband frá Washington Post um það hvernig „gerrymandering“ virkar. Norður-Karólína þykir meðal þeirra ríkja þar sem kjördæmin eru hvað mest öðrum flokknum í hag. Í því tilfelli voru það Repúblikanar sem teiknuðu kjördæmin. Í kosningunum 2024 fengu frambjóðendur Repúblikana til fulltrúadeildarinnar til að mynda 52,78 prósent atkvæða kjósenda heilt yfir og Demókratar 42,8 prósent. Repúblikanar fengu þó tíu þingsæti í Norður-Karólínu og Demókratar eingöngu fjögur. Í Texas í fyrra fengu frambjóðendur Repúblikanaflokksins 58,41 prósent atkvæða og Demókratar 40,39 prósent. Repúblikanar fengu 25 þingsæti og Demókratar þrettán. Hefðu þessi kjördæmi verið í kosningunum í fyrra hefðu Repúblikanar fengið þrjátíu þingsæti og Demókratar eingöngu átta. Texas Republicans revealed their new, extreme gerrymandered congressional map.Before TX redistricting:25 GOP seats13 Dem seatsAfter TX redistricting:30 GOP-leaning seats8 Dem-leaning seatsWhen Republicans can’t win, they cheat. pic.twitter.com/dSdiBBxFB1— Democrats (@TheDemocrats) July 30, 2025 Eiga fáa kosti Demókratar eiga litla möguleika á því að koma í veg fyrir breytingarnar í Texas en þeir gætu höfðað dómsmál til að reyna að stöðva þær. Leiðtogar innan flokksins, eins og Hakeem Jeffries, sem leiðir flokkinn í fulltrúadeildinni, og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, hafa gefið til kynna að Demókratar muni grípa til eigin breytinga, haldi Repúblikanar stefnu þeirra. Meðal annars kemur til greina fyrir Demókrata að grípa til sambærilegra aðgerða í Kaliforníu og New York. Þar gætu Demókratar fjölgað þingsætum sem væru líkleg til að enda í höndum þeirra með því að útþynna atkvæði kjósenda Repúblikanaflokksins. Það myndi þó reynast Demókrötum erfitt, þar sem kjördæmi eru teiknuð af óháðri nefnd í Kaliforníu og að breyta þyrfti stjórnarskrá New York ríkis til að gera þessar breytingar án nýs manntals. Ekki væri hægt að gera þær breytingar fyrr en árið 2028. Ríkisþingmenn Demókrataflokksins í Texas eru sagðir íhuga að ganga úr salnum fyrir atkvæðagreiðsluna um nýju drögin og mögulega flýja Texas til að koma í veg fyrir að þinfundur gæti haldið áfram, samkvæmt Texas Star Tribune. Það yrði þó líklega í besta falli tímabundin lausn.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fleiri fréttir Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Sjá meira