Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. júlí 2025 16:07 Framkvæmdir hafa staðið yfir við virkjunina þrátt fyrir að virkjanaleyfið hafi verið dæmt ólöglegt í Hæstarétti. Landvernd Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur samþykkt kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnar niðurstöðunni en er ekki bjartsýnn á framhaldið. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er úrskurðurinn til bráðabirgða og fyrirséð að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Úrskurðurinn hefur enn ekki verið birtur en Ríkisútvarpið greinir frá. Í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun segir að úrskurðurinn sé einungis til bráðabirgða. Aðeins einn verktaki sé að störfum við undirbúningsframkvæmdir Hvammsvirkjunar og fyrirséð sé að virkjanaleyfi verði gefið út í ágúst. „Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar kemur ekki á óvart í ljósi dóms Hæstaréttar en Landsvirkjun telur mjög jákvætt að meðalhófs hafi verið gætt af hennar hálfu. Þannig tekur úrskurður nefndarinnar ekki til uppsetningar vinnubúða og halda þær því ótruflað áfram. Jafnframt segir nefndin að heimilt sé að ljúka við frágang efsta burðarlags á vegum og plönum á framkvæmdasvæðinu. Stöðvun framkvæmda hefur því eingöngu áhrif á undirbúningsframkvæmdir í frárennslisskurði en efni úr frárennslisskurði hefur verið nýtt til vegagerðar,“ segir í tilkynningunni. Landeigandi svartsýnn Stöðvunarkrafan var lögð fram af landeigendum við Þjórsá í gær. Gunnar Þór Jónsson íbúi á Stóra-Núpi, sem hefur orðið hvað mest var við framkvæmdirnar, fagnar niðurstöðu nefndarinnar. Þrátt fyrir segist hann ekki bjartsýnn á að hætt verði við framkvæmdirnar endanlega. „Það er svo mikill vilji hjá stjórnvöldum og öðrum að keyra þetta í gegn og búið að dæla svo miklum peningum í þetta þannig að það verður ekki hægt að hætta við. Túrbínutrix heitir þetta,“ segir Gunnar í samtali við fréttastofu. Athygli vakti í dag þegar Björg Eva Erlendsdóttir framkvæmdastjóri Landverndar birti skoðunargrein á Vísi þar sem hún líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunar við heimilisofbeldi. Landsvirkjun hafi lagt áherslu á ímyndasmíð, þöggun og hliðrun upplýsinga og þar af leiðandi haft áhrif á viðhorf þeirra sem ekki þekki til á svæðinu. Heimamenn upplifi hins vegar sveitina sína sem iðnaðarsvæði. „Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð,“ segir í grein Bjargar. Björg fagnar niðurstöðunni en segir ekki hafa lesið úrskurðinn, sem verður samkvæmt umfjöllun RÚV birtur klukkan sex. „Annað hefði verið... Maður hefði misst trú á tilveruna, vegna þess að það var svo augljóst að þarna væri verið að virkja,“ segir Björg í samtali við fréttastofu. „Fyrirséð“ að virkjunarleyfi verði gefið út Í síðustu viku óskaði Landsvirkjun eftir því að Umhverfis- og orkustofnun veitti virkjunarleyfi til bráðabirgða fyrir Hvammsvirkjun, í samræmi við nýlega breytt raforkulög og lög um stjórn vatnamála. Í fréttatilkynningu Landsvirkjunar segir leyfið í samræmi við ný lög sem samþykkt voru á Alþingi í vor. Í úrskurðinum kemur fram að fyrirséð sé að virkjunarleyfi til bráðabirgða verði gefið út í ágúst og það sé á forræði Landsvirkjunar að sækja um framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum. Landsvirkjun hafi þannig, í ljósi aðstæðna, undirbúið áframhaldandi málsmeðferð vegna öflunar nýrra leyfa eftir fremsta megni. „Það er okkar mat að úrskurðurinn muni hafa óveruleg áhrif á undirbúningsframkvæmdir og er vonast til að ný leyfi verði veitt á næstu vikum. Áfram verður unnið að framkvæmdum í fullu samræmi við niðurstöðu nefndarinnar,“ segir í tilkynningunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Umhverfismál Orkumál Skeiða- og Gnúpverjahreppur Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira