„Sleikjum sárin í kvöld“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2025 21:39 Túfa í leik kvöldsins. Vísir/Diego Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili. Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“ Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira
Kauno Zalgiris var töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og voru heimamenn heppnir að hafa fengið aðeins eitt mark á sig. Lukkulega náðu heimamenn að koma boltanum í netið í uppbótatíma fyrri hálfleiks og fóru inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Valsmenn komu sterkir út í seinni hálfleik en fengu annað mark á sig á 51. mínútu. Þrátt fyrir að hafa fengið ágætis færi tókst þeim ekki að koma boltanum í netið og tryggja sér í það minnsta framlengingu. „Leikurinn í dag var leikur tveggja hálfleika, þeir voru betri í fyrri hálfleik og kannski ekki sanngjarnt að fara inn í hálfleik í stöðunni 1-1. Aftur á móti í seinni hálfleik var seinna mark þeirra algjörlega á móti gangi leiksins. Það var mikill karakter hjá okkur, við hættum aldrei, við reyndum og reyndum og fengum nokkur hálffæri þar sem við hefðum geta jafnað og komið okkur í framlengingu. Margt sem við tökum úr þessum leik og við höldum áfram.“ sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals eftir leikinn. Þrátt fyrir tapið sá hann ýmislegt jákvætt í leik sinna manna. „Við erum búnir að setja allt púður í alla leiki hingað til, þetta lið kom ferskt inn í leikinn og hafði fengið hvíld í deildinni hjá sér. Það hefur verið þannig að við þurfum smá tíma til þess að koma okkur í gang. Við þurfum að sleikja sárin í kvöld, við vorum með stór markmið í Evrópu.“ Það er nóg að gera hjá Val fram undan en þeir eru komnir í úrslit í Mjólkurbikarnum og spila við Vestra á laugardalsvelli þann 22. ágúst. Að auki hafa þeir átt gott gengi í síðustu leikjum og sitja á toppi Bestu deildar karla. „Ég er stoltur af liðinu og hvernig þeir stóðu sig í þessum leikjum. Við tökum lærdóm úr leikjunum með okkur en förum nú að undirbúa okkur fyrir næsta leik sem er uppi á Skaga.“
Fótbolti Valur Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Fleiri fréttir Enn tapa Albert og félagar Nottingham Forest - Manchester City | Mæta City-menn þungir til leiks? Andri Lucas frá í mánuð Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Sjá meira